Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 43
Þreyta
Grein úr „Newsweek“.
ly'VILLI, sem læknar nefna
taugaslen, er býsna algeng-
ur, og er þreyta, andleg og
líkamleg, aðal-einkenni hans.
Mayo sjúkrahúsið í Rochester,
Minn., hefir tekið upp nýja að-
ferð til lækninga á taugasleni.
Er lækningin að nokkru fólgin í
því, að gerður er mælikvarði, að
lögun sem kross, og sýna armar
hans fjórir, hvernig sjúklingur-
inn ver tíma sínum til starfs,
skemmtunar, ástar og dýrkun-
ar. Gengið er út frá, að hjá heil-
brigðum manni sé krossinn
reglulegur, armarnir allir jafn-
langir. Sé einn armurinn of
langur, þannig að röskun verði
á réttri mynd krossins, bendir
það til ósamræmis í lífsháttum
sjúklings og að hin stöðuga
þreyta stafi frá því.
Nálægt 5—10% allra sjúkl-
inga, er sjúkrahússins leita,
þjást af taugasleni, segir dr. E.
J. Kepler. Mörgum meðal þeirra
hefir áður verið tjáð það af
læknum, að þreytutilfinning
þeirra orsakaðist af bætiefna-
skorti eða því líku, en af pillum
hafa þeir þó ekki læknast. Þó að
orsökin að taugasleni virðist
ekki vera í sambandi við orku-
eyðslu yfirleitt, getur þreytan
orðið svo mikil, að minnsta
áreynsla verður óþolandi. Verst
er hún venjulega á morgnana,
en minkar er á daginn líður.
Hvíld og svefn draga sjaldan úr
þreytunni, en líkamleg áreynsla
gerir það stundum. Af þessu dró
dr. Kepler þá ályktun, að kvill-
inn væri sálræns eðlis.
Hann sneri sér þá að aðferð,
Það er ekki svo að skilja, að
ég trúi því ekki, að þetta himna-
ríki sé til, heldur hitt, að í mín-
um augum skiptir það engu
máli. Að minnsta kosti ekki
núna. Ég er of önnum kafinn
við hin ýmsu viðfangsefni lífs-
ins. Ég kýs heldur að halda
áfram að starfa og leggja síðan
ráð mitt í hendur guði.
«