Úrval - 01.02.1943, Side 8
Það er þýðingarmeira að þekkja sjúklinginn,
sem þjáist af sjúlídómi, en sjúkdóminn,
sem sjúklingurinn þjáist af.
Hvernig hugarástand getur valdið
veikindum.
Grein úr „Your Life“,
eftir Elsie McCormick.
r
I MEIRA en áratug hefir hóp-
* ur merkra lækna rannsakað
áhrif sálarinnar á líkamann.
Þeir hafa betri sannanir en
læknastéttina renndi grun í
áður, fyrir því, að sálarástand
manna getur truflað eðlilegt
starf líkamans, veikt mótstöðu-
kraft hans gegn næmum sjúk-
dómum, og — það sem er eftir-
tektarverðast — það getur
raunverulega orsakað eðlis-
breytingu á líffærum. Dr. Flan-
ders Dunbar og starfsmenn
Columbia-Presbyterian Medical
Center í New York rannsökuðu
1500 sjúklinga, sem þjáðust af
ýmsum sjúkdómum. Rúmlega
helmingur þeirra átti rót sína
að rekja til geðshræringa.
Á John Hopkins sjúkrahús-
inu skoðaði dr. G. Cranby
Robinson 50 sjúklinga, sem
kvörtuðu undan flökurleika eða
magaverkjum. 1 aðeins 6 tilfell-
um fann hann orsakir kvillanna
í líffærunum. Hinir voru bók-
staflega veikir af áhyggjum.
Einn sjúklinganna hafði misst
stöðu sína fyrir mörgum árum,
og í þann mund hafði fyrst orð-
ið vart sjúkdómseinkenna hans.
Kona nokkur játaði, að hún
hefði fyrst fundið til eftir að
hún hafði hlustað á lýsingu á
magakrabba í útvarpinu.
Fáir sjúkdómar sýna jafn
greinilega hin nánu tengsl milli
sálar og líkama og magasár.*
I sjúkrahúsi New York borgar
rannsakaði dr. Harold G. Wolf
205 sjúklinga, til þess að athuga
hvernig áhrif geðshræringar
höfðu á myndun saltsýru í mag-
anum, en hún hefir slæm áhrif
á magasár. Hann athugaði
* Sjá grein í síðasta hefti Úr-
vals: Magasár — sjúkdómur meirn-
ingarinnar.