Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 103

Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 103
LÓBÓ, KONUNGUR ÚLFANNA 101 upp í nefið á mér fyrir gremju. Og hann hefði getað haldið áfram að herja til dauðadags, ef hann hefði ekki gert axar- skaft. Hann valdi sér að maka unga og óvarkára úlfynju. Nokkrir Mexicóbúar, sem höfðu séð úlfunum bregða fyrir, sögðu mér að maki hans væri mjallhvítur að lit. Þeir kölluðu hana Blanca (Hvít). Að lokum þóttist ég hafa fundið veilu hjá hinum gamla kappa og undirbjó loka-viðureignina. •— Ég drap kvígu, og setti tvær gildrur ná- lægt hræinu, svo að þær voru sýnilegar. Síðan hjó ég hausinn af kvígunni og lagði hann niður spottakorn frá, eins og honum hefði verið fleygt burt. Við hausinn festi ég tvær lyktarlausar gildrur og gróf þær niður. Síðan jafnaði ég jarðveg- inn með húð af sléttu-úlfi og bjó til spor yfir gildrurnar með löppum hans. Morguninn eftir var hausinn horfinn og var mér nú heldur en ekki skemmt. Sporin sýndu, að Lóbó hafði runnið á lyktina. Hann hafði gengið allt í kring- um hræið, og allur hópurinn hafði skilið aðvörun hans nema einn. Þessi eini — lítill úlfur — hafði í gáleysi rölt að hausn- um, fest eina löppina í gildru og hlaupið burt með hausinn og gildruna í eftirdragi. Mílu vegar burtu náðum við veslings úlfinum. Það var Blanca. Hún var fallegasti úlf- ur, sem ég hefi augum litið, mjallhvít á feldinn. Lóbó var með henni og yfirgaf hana ekki, fyrr en hann sá vopnaða menn nálgast. Hún rak upp iangt ýlfur um leið og hún snérist til varnar. Langt að barst dimmt ýlfur Lóbós, sem svar við kalli henn- ar. En hún svaraði honum aldrei aftur. Við réðum fljótt niður- lögum hennar. Allan þann dag heyrðum við í Lóbó. Væl hans var átakan- legt, ólíkt hinu gamla, ögrandi ýlfri. Um nóttina fylgdi hann eftir slóð hestanna hér um bil heim að búinu, og næsta morg- un fundum við varðhundinn okkar sundurtættan. Ég brá skjótt víð til þess að ná Lóbó, áður en hann hætti leit sinni að Blöncu. Við grófum niður fjölda gildra og settum spor yfir þær með löpp Blöncu. Á öðrum degi gekk hann í gildruna. Hann hafði gleymt varkárni sinni, þegar hann sá spor úlfynjunnar. Þrátt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.