Úrval - 01.02.1943, Síða 76
Loddarinn og ermin.
Úr „Literary Lapses“,
eftir Stephen Leacock.
IÆJA, herrar mínir og
frúr,“ sagði loddarinn, ,,ég
hefi nú sýnt yður að dúkurinn
er galtómur. En nú tek ég úr
honum heila gullfiskaskál!
Presto! “
Alls staðar í salnum kvað við:
„Undursamlegt! Hvernig fer
hann að þessu?“
En gáfnagarpurinn í fremsta
sæti lét ekki að sér hæða. Hann
hvíslaði hátt að fólki því, sem
næst honum sat: „Hann hafði
hana uppi í erminni sinni.“ Fólk-
ið kinkaði kolli greindarlega og
sagði: „Auðvitað.“ Og um allan
salinn var hvíslað: „Hann hafði
hana uppi í erminni sinni.“
„Næsti galdur minn,“’ sagði
loddarinn, „eru hinir frægu
Hindúahringir. Þér sjáið, að all-
ir hringirnir eru lausir. I einu
vetfangi tengjast þeir saman
(klang, klang, klang). Presto!“
Undrunarkliður fór um allan
saiinn, þangað til gáfnagarp-
urinn heyrðist hvísla: „Hann
hlýtur að hafa haft aðra hringi
— uppi í erminni sinni.“
Aftur kinkuðu áhorfendur
kolli og hvísluðu: „Hringirnir
voru upp í erminni hans.“
Loddarinn hnyklaði brúnirn-
ar og sagði: „Ég ætla nú að
sýna yður mjög skemmtilegan
galdur. Ur hatti skal ég taka
eins mörg egg og hver vill. Vill
einhver herranna lána mér hatt-
inn sinn ? Þakka yður fyrir.
Presto!“
Hann tók 17 egg úr hattinum
og í 35 sekúndur fannst áhorf-
endum hann vera dásamlegur.
Þá hvíslaði gáfnagarpurinn:
„Hann hefir hænu uppi í erm-
inni sinni.“
Eggjagaldurinn var gereyði-
lagður. Það barst út með hvísli
gáfnagarpsins, að auk fiskanna,
hringanna og hænunnar, hlyti
loddarinn að hafa fahð í ermi
sinni heilt brauð, brúðuvöggu,
lifandi grís og ruggustól.
Trúin á loddarann var nú að