Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 111
HENDUR HINS KROSSFESTA
109
veríð óþreytandi. Þeir höfðu
leikið lögin, sem þeir var skipað
að leika, viðnámslaust, þrátt
fyrir rykið og hitann. Menn
skyldu vona, að þessi lög græfu
sig inn í hjörtu hinna Fordæmdu
og yrðu þeim til ævilangs varn-
aðar og endurminningar. Eink-
um ef svo skyldi vilja til, að
þeir kynnu Ijóðin við þau. En
það var aldrei hægt að átta sig
á þessu fólki.
Fjórum sinnum höfðu komið
hílar frá herráðinu, og einu sinni
hafði hershöfðingi litið þangað
snöggvast. Liðsforinginn var
taugaóstyrkur, þegar hann kom,
en hershöfðinginn hafði ekki
fundið neina ástæðu til ávítana
eða aðfinnslu. Eftir það hafði
hann verið látinn eftirlitslaus —
það hlaut að tákna það, að þeir
álitu hann starfinu vaxinn.
Jafnvel einu sinni hafði vegur-
inn verið nærri því auður. Hann
hafði hraðað rekstrinum meira
en þeir á eftirlitsstöðinni. En
brátt varð þröng á veginum á
ný. —
Um slysfarir var það að segja
— hann mundi ekki nákvæmlega
tölu slysanna — að þær höfðu
verið mjög fátíðar. Tveir höfðu
fengið hjartaslag — annar
þeirra var fyrrverandi dómari,
eða svo sögðu hinir. Það var
óviðkunnanlegt, en þó lærdóms-
ríkt, að sjá lífið f jara úr augum
manna, úr augum slíkra manna.
Hann hafði neytt sig til að horfa
á það, menn urðu að herða sig.
Þeir höfðu viljað fara með líkið
með sér — en auðvitað var það
ekki leyft. Konum í barnsnauð
hafði verið veitt sú aðhlynning,
sem hægt var að láta í té, sem
reyndar var sama og engin. Slík-
ar konur hafði hann látið flytja
undir þak, og Franz látinn sjá
um þær. Aðeins tvær þeirra
höfðu dáið, hinar höfðu getað
haldið áfram. Þær voru furðu-
lega þrautseigar. Þá fóru fram
fimm aftökur. Meðal þeirra,
sem varð að taka af lífi, var
maðurinn, sem skyndilega missti
vitið, öskraði og froðufelldi.
Það var andstyggilegur atburð-
ur, sem tafði reksturinn stund-
arkorn. En hann hafði verið
fljótur að átta sig og menn hans
létu hendur standa fram úr
ermum. Hinir, sem líflátnir
voru, voru vita-duglausir og
gátu ekki fylgzt með rekstrin-
um.
Jæja, nú var þessu nærri því
lokið og Ríkið var laust við hina
Fordæmdu. Það var frjálsara
en það hafði verið nokkru sinni