Úrval - 01.02.1943, Side 11
HUGARÁSTAND GETUR VALDIÐ VEIKINDUM
og er það árangur nýjustu rann-
sókna, sem sýnir, að þekking á
áhyggjum sjúklingsins er jafn
áríðandi og efnagreiningar og
Röntgenrannsóknir. Nýrri grein
læknisfræðinnar er farið að
beita, hinni „psykosomatisku"
læknisfræði (myndað úr grísku
orðunum yfir sál og líkama).
Stundum er sálarástandið svo
flókið, að vísa verður sjúklingn-
um til geðlæknis. En venjulegur,
góður læknir, sem vanur er
sjúklingum veikum bæði á sál
og líkama, getur venjulega flett
ofan af meinsemdinni, jafnvel
þó að sjúklingurinn hafi vand-
lega falið hana fyrir sjálfum sér.
Læknirinn nálgast sjúkling-
inn með vingjarnlegum áhuga.
Hann veit, að flest okkar gröf-
um viðkvæm vandamál djúpt í
sál okkar. Þá kaupum við okk-
ur frið með vanheilsu. Læknir-
inn vinnur á þeim grundvelli,
sem fengizt hefir á síðustu tím-
um, að ef við tjáum ekki tilfinn-
ingar okkar á meðvitandi hátt,
munu líkamir okkar láta þær í
ljósi. Með því að færa þær fram
í dagsljósið, getum við losnað
við þær, áður en þær ná að
skemma líffæri okkar.
Vitanlega koma fyrir þau
vandamál, sem ,,psykosomatisk“
læknisfræði getur ekki leyst.
Óteljandi sjúkdómar stafa ekki
frá óheilbrigðu sálarástandi.
Auk þess er ekki alltaf auðvelt
að bægja burtu fjárhagslegum
og öðrum ytri erfiðleikum. í
slíkum tilfellum hjálpa nýtízku
læknar sjúklingum sínum til
þess að horfast í augu við
vandamálin, viðurkenna þau og
reyna að vaxa með þeim. Þegar
við hættum að berjast gegn því
óhjákvæmilega, leysum við úr
læðingi orku, sem gerir okkur
fært að skapa okkur ríkara líf,
jafnvel þó að við vanheilsu sé
að stríða.
Ungir læknakandidatar nú á
tímum geta oft ráðið bót í til-
fellum, sem læknar af gamla
skólanum ráða ekki við. Eftir
að eldri læknum hafði mis-
heppnast að lækna litla stúlku,
sem hafði stöðug uppköst, var
farið með hana til nýbakaðs
kandidats frá Cornell Medical
Center. Efnarannsókn sýndi, að
ekkert var að innýflum stúlk-
unnar, en vingjarnlegt samtal
við hana leiddi í ljós orsök sjúk-
leikans. Henni varð að orði,
í augnabliks skapraun, að hún
vildi að kennarinn sinn væri
dauður. Þrem dögum síðar
dó kennarinn, reyndar úr hjarta-