Úrval - 01.02.1943, Page 122
120
ÚRVAL
götuslóða, er lá yfir eitt af
hæstu fjallaskörðunum. Menn
hans, sem voru þjáðir af hita-
sótt, matarlitlir og nærri klæð-
lausir, fylgdu honum upp eftir
hlíðunum.
Hamrarnir voru þverhníptir.
Hermennirnir klifruðu upp á
við, fetuðu sig eftir klettasyll-
um; það lagaði blóð úr höndum
þeirra og fótum. Það lagðist
yfir hráslaga-þoka og gljúfrin
breyttust í hyldjúpar, myrkar
gjár. Ef einhver hrapaði, heyrð-
ist ekkert, er hann kom niður.
Loftið var þynnra, eftir því
sem ofar dró. Leiðangursmenn
fengu ákafan hjartslátt og
þjáðust af fjallaveiki. Það gekk
á með byljum; haglið særði þá,
slyddan nísti þá og snjórinn
blindaði þá.
Þeir klifu brattann í sex daga,
en þá komust þeir upp á Pár-
amo de Pisba tindinn, sem er
13000 fet yfir sjávarmál, en þar
létu þeir fyrirberast um nóttina.
Það var hræðilegasta nótt ferð-
arinnar. Þegar herinn hóf göng-
una morguninn eftir, lágu marg-
ir kyrrir — frosnir í hel.
Þrjú þúsund manns höfðu
lagt upp í leiðangurinn. Tólf
hundruð fuglahræður fylgdu
Bolivar niður vesturhlíðar And-
esfjallanna. En eftir að liðið
hafði hvílst 1 þrjá daga, vann
það sigur á her Spánverja,
sem áður hafði barizt undir
stjórn hertogans af Wellington.
Þessi orusta olli þáttaskiptum í
styrjöldinni.
Frægð Bolivars óx mjög við
leiðangurinn yfir Andesfjöllin.
Her hans varð öflugri og birgð-
irnar meiri, en hernaðarlegur
máttur Spánverja þvarr. Þar
sem Bolivar var þeirrar skoðun-
ar, að ógerningur væri að
vernda sjálfstæði nokkurs Suð-
ur-Ameríkuríkis meðan Spánn
ætti nokkra nýlendu eftir, er
hann gæti notað sem árásarstöð,
færði hann her sinn af einu
landsvæðinu til annars, án tillits
til landamæra, og barðist við
Spánverja hvarvetna, sem hann
hitti þá fyrir. Hann vann fjóra
stórsigra — við Boyacá, Cara-
bobo, Pichinincha og Ayacucho.
Með sérhverjum þessara sigra
bjargaði hann heilu landi úr
ánauð, og þeir eru meðal Suður-
Ameríkumanna jafnfrægir stór-
sigrum sögunnar.
Þegar sleppt er hinum miklu
foringjahæfileikum Bolivars,
voru það einkum þrjú atriði,
sem studdu að lokasigri hans.