Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 122

Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 122
120 ÚRVAL götuslóða, er lá yfir eitt af hæstu fjallaskörðunum. Menn hans, sem voru þjáðir af hita- sótt, matarlitlir og nærri klæð- lausir, fylgdu honum upp eftir hlíðunum. Hamrarnir voru þverhníptir. Hermennirnir klifruðu upp á við, fetuðu sig eftir klettasyll- um; það lagaði blóð úr höndum þeirra og fótum. Það lagðist yfir hráslaga-þoka og gljúfrin breyttust í hyldjúpar, myrkar gjár. Ef einhver hrapaði, heyrð- ist ekkert, er hann kom niður. Loftið var þynnra, eftir því sem ofar dró. Leiðangursmenn fengu ákafan hjartslátt og þjáðust af fjallaveiki. Það gekk á með byljum; haglið særði þá, slyddan nísti þá og snjórinn blindaði þá. Þeir klifu brattann í sex daga, en þá komust þeir upp á Pár- amo de Pisba tindinn, sem er 13000 fet yfir sjávarmál, en þar létu þeir fyrirberast um nóttina. Það var hræðilegasta nótt ferð- arinnar. Þegar herinn hóf göng- una morguninn eftir, lágu marg- ir kyrrir — frosnir í hel. Þrjú þúsund manns höfðu lagt upp í leiðangurinn. Tólf hundruð fuglahræður fylgdu Bolivar niður vesturhlíðar And- esfjallanna. En eftir að liðið hafði hvílst 1 þrjá daga, vann það sigur á her Spánverja, sem áður hafði barizt undir stjórn hertogans af Wellington. Þessi orusta olli þáttaskiptum í styrjöldinni. Frægð Bolivars óx mjög við leiðangurinn yfir Andesfjöllin. Her hans varð öflugri og birgð- irnar meiri, en hernaðarlegur máttur Spánverja þvarr. Þar sem Bolivar var þeirrar skoðun- ar, að ógerningur væri að vernda sjálfstæði nokkurs Suð- ur-Ameríkuríkis meðan Spánn ætti nokkra nýlendu eftir, er hann gæti notað sem árásarstöð, færði hann her sinn af einu landsvæðinu til annars, án tillits til landamæra, og barðist við Spánverja hvarvetna, sem hann hitti þá fyrir. Hann vann fjóra stórsigra — við Boyacá, Cara- bobo, Pichinincha og Ayacucho. Með sérhverjum þessara sigra bjargaði hann heilu landi úr ánauð, og þeir eru meðal Suður- Ameríkumanna jafnfrægir stór- sigrum sögunnar. Þegar sleppt er hinum miklu foringjahæfileikum Bolivars, voru það einkum þrjú atriði, sem studdu að lokasigri hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.