Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 127
SÍMON BOLIVAR
125
Bolivar, sagði hann: „Bíðið
þangað til ég er dáinn, svo að
þið getið dæmt mig fordóma-
laust. Það ætti aldrei að reisa
styttur af mönnum í lifanda
lífi; þeir geta breyzt, þeir geta
svikið. Þið munuð aldrei geta
borið mig slíkum sökum, en bíð-
ið, bíðið, segi ég enn.“
*
Þeir hafa fellt fullnaðardóm-
inn. Tólf árum eftir dauða Boli-
vars, var mikill fjöldi skipa
saman kominn í höfn borgarinn-
ar Santa Marta. Auk þjóðfána
allra þeirra landa, er hann hafði
frelsað, blöktu líka flögg Eng-
lands, Frakklands og Hollands
í hálfa stöng. Borgin var full
af sendiherrum erlendra ríkja.
Við fallbyssudrunur og trumbu-
slátt voru jarðneskar leifar
Bolivars fluttar á skip, er beið
á legunni. Innan skamms létti
allur flotinn akkerum, vatt upp
segl og sigldi til austurs.
Þannig kom Bolivar heim.
Caracas var búin í sorg og bog-
ar höfðu verið reistir yfir göt-
urnar. Eftir strætunum fór
mikil fylking stórmenna frá
ýmsum þjóðum, og þar næst
líkvagninn, skreyttur blómum
og tjaldaður svörtu silki. Fólkið
stóð þögult meðan líkfylgdin
fór hjá.
Að lokum var Bolivar kominn
heim, til þess að hljóta þann
sess, er hann hafði þráð — í
hjörtum landa sinna og í sög-
unni.
Á styrjaldartímum.
Hámark kurteisinnar verður það að teljast, sem skeði í orust-
unni við Fontenoy milli Frakka og Englendinga, árið 1745.
Þegar herirnir mættust, buðu Englendingar Frökkum að hefja
skothríðina fyrst. Frakkar afþökkuðil boðið, en buðu Englend-
ingum að byrja. Það gerðu Englendingar og féllu fyrir fyrstu
kúlnahríðinni 50 liðsforingjar og 760 óbreyttir hermenn af liði
Frakka.
Mesta hópgifting, sem um getur í sögunni, fór fram árið 324
fyrir Kristsburð í Susa í Persíu, þegar Alexander mikli Make-
doníukonungur lét 10.000 af hermönnum sinum giftast persnesk-
um konum.