Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 123
SÍMON BOLIVAR
121
Sendifulltrúar hans í London
öfluðu her hans nokkurra þús-
unda enskra og írskra liðsfor-
ingja, sem mynduðu prýðilega,
brezka liðssveit. Luis Brión,
kaupmaður í Curacao, byggði
smáflota fyrir eigin efni, stjórn-
aði honum sjálfur, varnaði
Spánverjum að sigla eftir Orino-
co-fljóti og verndaði þannig
bakheri Bolivars. Og Antonio
Páez, hinn slægvitri, hræðilegi
stríðsmaður sléttanna, með þús-
undir villtra riddara og miklar
hjarðir nautpenings, sá ekki að-
eins Bolivar fyrir riddaraliði og
fæðu, en barðist einnig stöðugt
sjálfur gegn Spánverjum.
Syðri hluti álfunnar — Chile
og Buenos Aires (nú Argentína)
— hafði þegar verið leystur und-
an oki Spánverja af annari mik-
illi frelsishetju, José de San
Martín. Þegar spænski foringinn
í Callao, í Perú, gafst upp fyrir
Bolivar hinn 22. janúar 1826,
var síðasti spænski fáninn á
meginlandinu dreginn niður. Öll
Suður-Ameríka var frjáls. —
Bolivar hafði barizt í 15 ár,
stjórnað nærri 500 orustum og
leyst undan yfirráðum Spán-
verja landssvæði, sem lýðveldin
Venezuela, Colombia, Equador,
Bolivía og Perú ná nú yfir. Þó
voru það ekki einvörðungu hern-
aðarafrek Bolivars, er ollu því,
að hann varð goðum líkur í
augum landa sinna. Það var
engu síður orðsnilld hans að
þakka.
Hann var einn af mestu
mælskumönnum, sem uppi hafa
verið. Þegar hann lézt, fylltu
handrit hans tíu kistur. Ein
safnútgáfa af ritum hans, 32
stór bindi, hefir að geyma að-
eins lítinn hluta af öllu því, sem
hann ritaði. Hann var sískrif-
andi — í orustum, við varðelda
og í samkvæmum. Hann skrif-
aði flugrit, ræður, stjórnmála-
pésa og sendibréf til manna um
heim allan. „Sumir verða að
vera einir,“ sagði hann, ,,og
lausir við alla truflun, til þess
að geta hugsað. Ég á bezt með
að hugsa innan um fjölda fólks
og í orustugný." Hann las þrem
skrifurum fyrir samtímis. „Út-
vegið mér hraðari skrifara,41
hrópaði hann, „hraðari! Enginu
getur fylgst með hugsunum
mínum!“
Hann samdi stjórnarskrá
fyrir hvert það land, sem harrn
frelsaði, skipulagði stjórnarfar-
ið til fulls, sá um fjármálin,
myndaði stjórnirnar, skipaði
sendiherra og mótaði í höfuð-