Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 131
BRÉF FRÁ LESENDUM.
því naumast við að búast, að i
þvi só nokkuð, sem íslenzkir les-
endur hefðu gagn eða gaman af.
Þó að vér höfum ekki getað not-
Framhald af öftustu kápusíðu.
fært oss vísbendingar þessarra
bréfritara, erum vér þeim þakk-
látir, allar slíkar vísbendingar
um efni eru vel þegnar.
☆
h Sléttu, N.-Þing. skrif-
ar: „Af tilviljun barst
mér i hendur fyrsta hefti „tJr-
vals“. Mér likaði ritið prýðilega.
... Greinamar hafði ég gaman
af að lesa a 11 a r, hvort sem
þær fjölluðu um stjómmál eða
annað. Þótt hefði mér til bóta,
að listir hefðu eitthvað verið þar
með, en ekki get ég búist við
því, að ritið geti elt duttlunga
hvers eins ...
Mér þykir ritið fara vel af
stað, kjamyrt, alvarlegt, hóflegt
— og ritað á mun betra máli en
við eigum nú tíðast að venjast.
Óska ég, að það beri giftu til að
halda þannig áfram, og má vera,
að ég haldi þá eitthvað tryggð
við það framvegis. ...
Eitt enn: Ritið er varla nægi-
lega auglýst enn. Ég veit, að
fjöldi manna hér í grend vita
ekki um tilveru þess. Það er
síður en svo, að mér persónulega
þyki það galli, að láta ekki of
mikið yfir sér, en þó er eins og
þeir gangi úr, sem eru of hóg-
værir, sbr. hið fomkveðna: „Aft-
ans bíður óframs sök.“
☆
B.G.
frá Isafirði skrifar:
Ef satt skal segja,
varð ég heldur fyrir vonbrigð-
um, er óg las þriðja heftið. Fyrir
minn smekk er of mikið af létt-
meti i því, en of lítið af fróðleik.
Ein grein sker þó alveg úr og á
ég þar við Ábyrgð konunnar í
kynferðismálum. Hún er einhver
bezta grein, sem Úrval hefir
flutt til þessa. Öfgalaus fróð-
leikur um þessi mál er nauð-
synlegur og einmitt gott að fá
hann I svona stuttum greinum.
Meiri fróðleik og minna léttmeti
næst, það er min ósk.
Sjá kápusiðu Z.