Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 29
Hér er sag't frá nokkrum ofurhugum,
sem freistað hafa gæfunnar í fang-
brögðum við Niagarafossana.
Ofurhugar Niagara.
Grein úr „Variety",
eftir William F. McDermott,
IAGARA-FOSSARNIR hafa
jafnan verið ómótstæðilega
lokkandi í augum ofurhuga.
Álitlegur hópur karla og kvenna
hefir, ýmist af fífldjörfu ofur-
kappi eða í gróðaskyni, freistað
dauðans með því að dansa yfir
gljúfrin á línu, fara niður sjálfa
fossana í tunnu, reyna að synda
yfir strenginn eða fara yfir
strauminn og hringiðuna á báti.
Nokkrir hafa látið lífið, en
merkilega margir hafa komizt
lífs af — bæklaðir að vísu.
Aðeins einn maður ávann sér
frægð og fé. Það var Frakkinn
Blondin, sem „til heiðurs Frakk-
landi“ — og fyrir nokkra fjár-
upphæð — gekk á línu yfir
gljúfrin sumurin 1859 og 1860.
Á meðal áhorfenda bæði Banda-
ríkja megin og Kanada megin
árinnar voru prinsinn af Wales,
Millard Fillmore, fyrrv. forseti,
ríkisstjórar, milljónamæringar
og annað heldra fólk, allt í góðu
yfirlæti innan um alls konar
braskara og sauðsvartan almúg-
ann. Tugir þúsunda komu með
skipum og eimlestum til þess að
horfa á afreksmanninn leika
listir sínar, stundum með poka
um höfuðið, næstum 200 fetum
fyrir ofan hringiðuna og klett-
ana. Fjárglæframenn veðjuðu
um örlög Blondins, og veðupp-
hæðirnar námu margfalt rneira
en því, sem menn Blondins söfn-
uðu meðal fólksins. Það er sagt,
að einn braskaranna hafi skor-
ið á hliðarstag, til þess að
Frakkinn félli niður.
Blondin, sem hét réttu nafni
Jean Francois Gravelet og var
sonur hetju einnar í her Napo-
leons, hafði unnið sér talsverð-
an frama sem loftfimleikamaður
í Evrópu. Þegar hann tilkynnti
4*