Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 120
118
tTRVAL
um Liberator — Frelsishetja —
eina titlinum, sem hann notaði
um dagana.
En von bráðar komu spænsk
skip siglandi yfir Atlantshaf, og
spænskir hermenn, sem höfðu
barizt í Napoleonsstyrjöldinni,
fóru að streyma inn í landið frá
hafnarborgunum. Bolivar varð
að mæta þeim með þeim efnum
einum, sem hið fátæka og frum-
stæða land hans gat látið í té.
Stríðið stóð í 14 ár og barst
yfir allt meginlandið, unz bar-
dagasvæðið var að lokum orðið
álíka víðáttumikið og öll Banda-
ríki Norður-Ameríku. Um þenn-
an mikla vígvöll fór Bolivar með
heri sína, ávallt fáliðaða, illa
klædda, hálfsvelta og vopnlitla.
Oft lögðu þeir til orustu með
eitt skot á mann; í eitt skipti
án þess að hafa nokkur skot-
færi. Þá notuðu þeir spjót úr
bambusviði, boga og örvar. Ef
Bolivar varð að láta undan síga
á einum stað, gerði hann áhlaup
á öðrum; ef einn her hans var
sigraður, var hann fljótlega bú-
inn að koma öðrum á laggirnir.
Spænskur herforingi skrifaði
konungi sínum á þessa leið:
„Ekkert getur jafnast á við
þrotlausan ötulleik þessa leið-
toga. Enda þótt hann hafi misst
beztu hermenn sína og foringja
í tólf orustum í röð, virðist það
ekki hafa lamað þrautseigju
hans í árásum á oss.“
Eitt sinn höfðu öflugar sveit-
ir spænskra stórskotaliða og
riddara tekið sér náttból og
höfðu 3000 hross í rétt. Einn af
riddaraliðsforingjum Bolivars
tók þá til þess bragðs að binda
harðar nautshúðir í taglið á 50
af hestum sínum, og rak þá síð-
an inn i hrossahóp Spánverja.
Hestar Spánverja fældust við
hávaðann, æddu um meðal sof-
andi hermannanna, og meðan á
uppnáminu stóð komu menn
Bolivars og beittu sverðum og
spjótum.
í annað skipti var her Boli-
vars innikróaður í þröngu
klettagili í Andesfjöllum. Þver-
hníptir hamrar voru á alla vegu,
og ofan af brúnunum létu Spán-
verjar ægilega skothríð dynja á
liði hans. Þegar kvöldaði lagðist
þoka í gilið og skothríðin hætti.
í rúmar tvær stundir var dauða-
kyrrð. Allt í einu, þegar síðasti
kvöldsólargeislinn rauf þoku-
hjúpinn, vissu Spánverjar ekki
fyrr en mikil skothríð var hafin
á þá ofan frá. Menn Bolivars
höfðu, í skjóli þokunnar, klifið