Úrval - 01.02.1943, Side 100
ÚRVAL
•198
Ég minnist þessa höfðingja,
þar sem þeir sátu meðal ætt-
menna sinna í tjalddyrunum og
nutu ánægjunnar af því að
segja frá þessum nýju æfintýr-
um „Þúsund og einnar nætur.“
Hér voru menn, sem aldrei
•áður höfðu séð tré, á eða rós,
menn, sem þekktu aðeins frá
Kóraninum garða og glitrandi
læki, en það er þeirra nafn á
Paradís. I eyðimörk þeirra varð
Paradís aðeins náð með bitrum
dauða af völdum riffilskots van-
trúaðs manns eftir margra ára
vesælt líf. Og af Frökkum, sem
guð hefir veitt alla þessa fjár-
sjóði, krefst hann ekki endur-
greiðslu með þorsta eða dauða.
Þessu veltu höfðingjarnir fyrir
sér í lágum trúnaðarrómi.
„Guð Frakkanna, — hann er
örlátari við þá en guð Máranna
•er við Mára.“
Það hafði verið farið með þá
til frönsku Alpanna og leiðsögu-
maður þeirra hafði leitt þá að
geysimiklum fossi. Vatn! Hve
marga daga urðu þeir að ganga
í eyðimörkinni til þess að finna
uppsprettu. Vatn! Sannarlega
gulls ígildi. Það þurfti ekki nema
hinn minnsta dropa af þessum
dýrmæta vökva til þess að töfra
fram grænt gras í sandi eyði-
merkurinnar. Ættflokkar ferð-
ast 200 mílur að þessu grasi,
þegar regn hefir fallið. 1 Port
Etienne hafði ekkert regn fallið
í tíu ár.
„Komið, höldum af stað,“
hafði fylgdarmaður þeirra sagt.
En þeir hreyfðu sig hvergi. Hér
hafði guð staðfest tilveru sína.
Það dugði ekki að snúa baki við
honum.
„Hér er ekkert meira að sjá,“
sagði leiðsögumaður þeirra.
„Við verðum að bíða.“
„Bíða eftir hverju?“
„Eftir að vatnið hætti að
renna.“
Þeir biðu eftir því augnabliki,
að guð yrði þreyttur á þessari
brjálæðislegu sóun sinni. Þeir
vissu, að hann var fljótur að
snúa við blaðinu, vissu, að hann
átti það til að vera nízkur.
„En þetta vatn hefir runnið
í þúsund ár!“
Og þess vegna var það, að í
Port Etienne lögðu þeir ekki of
mikla áherzlu áfoss-fyrirbrigðið.
Það voru viss kraftaverk, sem
betra var að vera þögull um.
Sannarlega betra að brjóta heil-
ann ekki of mikið um þau, því
að menn myndu þá ef til vill
hætta að skilja nokkurn skap-
aðan hlut.