Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 27
LEYNDARDÓMUR LÍFSFRUMUNNAR
25
stjórnar vaxtarmegni frumunn-
ar. Ef hægt er að finna þetta
efni, hugsaði Sperti, og hvernig
það verkar, væri ef til vill með
því fundin skýring á leyndasta
eðli frumunnar, og orsök
krabbameins.
Fyrsta skrefið var að særa
lifandi frumur og sjá, hvað
skeði. Sperti notaði útfjólubláa
geisla, er í hæfilegum skömmt-
um hafa í sér fólginn lækninga-
mátt, en eru skaðlegir, ef þeir
eru notaðir í óhófi. Of stór
skammtur, sem þó ekki væri
banvænn, ætti að valda hæfi-
legum skemmdum, hugsaði
Sperti.
I nokkur ár unnu Sperti og
aðstoðarmenn hans að þessum
tilraunum, og notuðu við þær
gerfrumur, frumuvefi úr ung-
uðum hænueggjum, fiskum og
dýralirfum. Þegar hæfilegamikil
skemmd hafði verið framkölluð
í vefjunum, með útfjólubláum
geislum, voru þeir vandlega
skolaðir í upplausn. Því næst
voru frumurnar síaðar frá upp-
lausninni. Ef eitthvert efni hafði
myndast við skemmdina, þá
hlaut það að vera í þessari dauð-
hreinsuðu upplausn.
Og það reyndist líka svo!
Þegar aðrir hlutar af frumuvef j-
um úr hænuegginu voru settir
út í upplausnina, mátti sjá í
smásjánni, að frumurnar tóku
að vaxa og skipta sér með marg-
földum hraða. Lífsfruman
hafði að lokum látið uppi eitt
af leyndarmálum sínum. Einn
af starfsmönnum Sperti gaf
þessu efni nafnið biodyn, sem
er samsett úr grísku orðunum
bio, sem þýðir líf, og dyn, sem
þýðir orka.
Það kom brátt í ljós, að til
eru fleiri en ein tegund af bio-
dyn-hormónum. Sumir hafa
áhrif á vöxt og skiptingu frum-
anna og ráða þannig miklu um
græðingu sára. Aðrir örfa önd-
un frumanna og enn aðrir hafa
áhrif á sykurmagn það, sem
frumurnar taka til sín til orku-
framleiðslu.
Sperti skýrði frá niðurstöð-
um sínum fyrir læknum á þriðja
alþjóðaþingi um krabbameins-
rannsóknir. „Það virðist aug-
Ijóst af rannsóknum okkar, að
krabbameinsvaldurinn er fam
um að valda skemmdum á
mörgum frumum, og viðhalda
skemmdinni um lengri tíma,
sem leiðir til þess, að mikið
myndast af vaxtarhormónur.i
(biodynum) og röskun verður
á vaxtarmegni frumanna. Þetta
jm
4