Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
jafnvel inn hrísgrjón, sem er
þjóðarfæða okkar.
Við getum ekki að öllu leyti
tekið upp vestræna hætti, til
þess skortir okkur bæði land-
rými og f jármagn. Við verðum
að fá erlendan markað fyrir iðn-
aðarframleiðslu okkar, ef þjóð-
arbúskapur okkar á að geta
haldið áfram að vaxa. Og hann
verður að vaxa, ef hann á ekki
að hrynja í rústir.
Þjóð mín mun þurfa á miklu
hugrekki að halda í náinni fram-
tíð. Því að hvernig getum við
numið staðar úr þessu ? Við höf-
um lagt út á braut, sem ekki
getur leitt til annars en ógæfu.
Blindaðir af hroka og fáfræði,
ótta og hatri, búnir vestrænum
vígvélum og reknir áfram af
rótleysi hinna miklu umbrota-
tíma, munum við renna þetta
ógæfuskeið á enda.
Framferði okkar í Kína er
átakanlega sorglegt. Ef við
hefðum borið gæfu til að hafa
forustu á meðal Asíuþjóðanna
um friðsamlega þróun á sviði
atvinnu-, menningar- og sjálf-
stæðismála, mundum við með
fordæmi okkar hafa bent heim-
inum á leiðina til friðsamlegra
samskipta þjóða í milli. En
hversu kaldhæðnislega hljómar
þetta ekki eins og nú er komið!
Við Japanir erum eina „lit-
aða“ þjóðin í heiminum, sem
býr við algert sjálfstæði. Þetta
sjálfstæði eigum við eingöngu
að þakka her okkar. Eina leið-
in fyrir okkur til að varðveita
frelsi okkar og fullkomið sjálf-
stæði, var að mæta hinum vest-
rænu þjóðum með þeirra eigin
tækjum — tækjum iðnaðar og
hernaðar — og með því steyp-
um við sjálfum okkur í glötun.“
♦ ♦♦
Fjármálaræða skopleikarans.
Verzlunarráð Clevelandborgar í Bandaríkjunum hélt veizlu til
heiðurs Bob Hope, hinum fræga kvikmyndaskopleikara. Bob er
sem sé fjármálamaður engu síður en leikari og er meðeigandi
í „Hope Metal Product Company" i Cleveland.
1 ræðu, sem hann hélt og auðvitað fjallaði um fjánnál, sagði
hann meðal annars: — Rekstur „Hope Metal Product Company"
gengur ágætlega. Þið hafið heyrt getið um stóru sprengjuflug-
vélamar með þessu voðalega mikla vænghafi, sem á að fara
að smíða? Félagið okkar býr til bréfklemmurnar, sem halda
saman áætlununum." — AP.