Úrval - 01.02.1943, Síða 9
HUGARÁSTAND GETUR VALDIÐ VEIKINDUM
7
hvaða áhrif viðræður um við-
kvæm mál höfðu á sjúklingana.
Sýran jókst, þegar talið barst að
gjaldþrotinu eða starfinu, sem
ekki gekk vel. Hún tvöfaldaðist,
þegar minnst var á konu, sem
hafði snúið baki við sjúklingn-
um.
Rannsóknir á ristilbólgusjúk-
lingum, sem gerðar voru við
aðalsjúkrahús Massachusetts
sýndu, að 92% þeirra þjáðust
af áhyggjum. Einn mannanna
fékk ristilbólgukast á hverjum
degi í tvo mánuði á leið til vinnu
sinnar. Þegar hann var spurð-
ur, kom það í ljós, að einmitt
fyrir tveim mánuðum hafði
hann fengið annan og strangari
húsbónda. Honum batnaði, þeg-
ar hann hafði breytt um at-
vinnu.
Hjúkrunarkonu einni batnaði
ristilbólga á háu stigi, þegar
f jölskylda hennar fyrirgaf henni
að hafa gifst manni, sem játaði
aðra trú.
1 mörg ár hefir mönnum verið
ljóst, að reiði getur aukið blóð-
þrýstinginn mjög mikið. Og nú
telja læknar sennilegt, að lengi
innibyrgð reiði geti verið orsök-
in að of háum blóðþrýsting í
þeim tilfellum, þar sem engar
líkamlegar breytingar hafa
fundizt sem orsök. Þessi upp-
götvun er sérstaklega þýðingar-
mikil, þegar athugað er, hve
margir deyja úr blóðþrýstings-
truflunum eftir 50 ára aldur.
Á seinustu árum hafa vísinda-
menn rannsakað hundruð sjúkl-
inga, sem þjást af blóðþrýst-
ingshækkun ,,án þekktrar or-
sakar“, og hafa komizt að þeirri
niðurstöðu að þeir hafa að
mörgu leyti svipuð skapgerðar-
einkenni.
Á yfirborðinu virðist fólk
þetta lifa í beztu sátt við sjálft
sig. En áköf gremja ólgar undir
hinu rólega yfirborði. Þegar
sjúklingunum er sýnt, hvernig
veita má útrás þessum inni-
byrgðu tilfinningum, lækkar
blóðþrýstingur þeirra.
Hæglátur maður, sem var
meðlimur í róstursömu verka-
mannafélagi, þjáðist af of há-
um blóðþrýstingi, en aðeins
meðan vinnufriður rikti. Á
sama augnabliki og verkfall
skall á, og hann gat losnað við
innibyrgða reiði sína með því
að æpa svívirðingar á verkfalls-
brjóta, varð blóðþrýstingur
hans aftur eðlilegur.
Við rannsókn 100 berkla-
sjúklinga kom í ljós, að í þeim,
sem voru örir til geðbrigða, tók