Úrval - 01.02.1943, Síða 86
84
LTRVAL
því. Spámaðurinn var fyrirlit-
inn.
William Miller sat heima
hrumur, sjúkur og þreyttur og
grét, þegar hinn mikli dagur var
hjá liðinn. Hann var einlægur
trúmaður og trúði á skýringar
sínar og spádóma jafn staðfast-
lega og guð sinn. Aftur og aft-
ur endurskoðaði hann útreikn-
inga sína til þess að reyna
að finna í hverju honum hefði
skjátlast.
Og hann dó nokkrum árum
síðar, án þess að hafa komizt að
neinni niðurstöðu.
— X —
JLaun syndarmnar.
Ég var að halda ræðu á pólitískum íundi í litlu landamæra-
þorpi í Skotlandi. Umræðuefnið var trygg-ingarfrumvarp Lloyd
Georges, og hélt ég því fram, að tilgangur þess væri í raun og
veru hagnýt útfærsla á kenningum Pjallræðunnar. Þá stóð einn.
bóndinn upp og sagði: „Er það skoðun yðar, að lögin séu í anda
biblíunnar ?“
„Já,“ sagði ég.
,,Er það rétt, að lögin heimili styrk handa mæðrum, hvort
sem þær eru giftar eða ógiftar?11
„Já,“ sagði ég.
„Jæja, hvernig viljið þér þá skýra það, að í biblíunni stendur,
að laun syndarinnar séu dauði, en í lögunum segir, að launin
séu 10 shillingar?"
John Bucham í „Pilgrim’s Way“.
•
Krossfesting.
Kvöld eitt tókst frú Edison eftir miklar fortölur að fá mann
sinn til að klæðast kjólfötum og koma með sér í veizlu, sem
þeim hafði verið boðið í. Veizlan reyndist ámóta skemmtileg og
Edison hafði búizt við, og eftir klukkutíma viðdvöl stundi hann
upp örmagna: „Nú fer ég heim.“
En í þess stað fór hann rakleitt á rannsóknarstofu sína, vatt
sér úr kjólfötunum og fór í þægileg vinnuföt. Til þess að vera
viss um að þurfa aldrei af fara í kjólfötin framar, tók hann
nagla og hamar og negldi þau upp á vegg, og þar héngu þau
upp frá því. E. E. Edgar í „Reader’s Digest".