Úrval - 01.02.1943, Side 47
MIKILVÆGI BLEKKINGA 1 STRÍÐI
45
bers til óspilltra málanna, enda
á öngþveitið, sem þá ríkti í
franska hernum, sér engan
samjöfnuð í veraldarsögunni.
Þýzkir erindrekar, starfandi í
hermálaráðuneyti Frakklands,
fölsuðu og breyttu hervæðingar-
skipunum, svo það tók margar
vikur að greiða flækjuna. Alls
staðar var viðkvæðið: „Hvar er
herdeildin mín?“ ,,,Hvar eru
foringjar okkar?“ ,,Hvar eru
birgðir okkar?“ „Hvað eigum
við að gera?“ Afieiðingarnar
urðu ófarirnar við Sedan. Napó-
leon 3. var tekinn höndum og
heill franskur her varð að gef-
ast upp.
Það eru aðeins 70 ár, síðan
þetta skeði.
Aguinaldo hét hann, pottur-
inn og pannan í uppreisninni,
sem brauzt út á Filippseyjum,
skömmu eftir spánsk-ameríska
ófriðinn. Það sýndi sig bráðlega,
að fyrsta skilyrði fyrir því, að
ameríska hernum yrði nokkuð
ágengt, var að handsama hann.
Lengi vel höfðu Ameríkumenn
enga hugmynd um, hvar hann
hafði aðsetur sitt. Loksins tókst
þeim að handsama hraðboða,
sem var með bréf frá Aguinaldo
til eins af undirforingjum hans.
í bréfinu bað hann um að senda
liðsauka til bækistöðva sinna,
sem þannig urðu óvinum hans
kunnar.
Funston undirforingi valdi
sér fáliðaðan flokk hraustra, inn-
fæddra hermanna. Þeir áttu að
vera liðsaukinn. Funston og 3
aðrir amerískir hermenn fóru
með sem ,,fangar“. Eftir marg-
vísleg ævintýri og hættur komst
„liðsaukinn" og „fangarnir“, til
bækistöðva Aguinaldos og tókst
að taka hann til fanga. Hann
var neyddur til að skrifa undir
yfirlýsingu um að gefast upp,
og uppreisnin var brátt á enda.
1 heimsstyrjöldinni árin 1914
—18 voru háðir grimmilegir
bardagar á Gallipoliskaganum í
Tyrklandi; þar gátu hersveitir
frá Ástralíu sér mesta frægðar-
orð. Eitt sinn tóku þær ramm-
gjöra varnarstöð af Tyrkjum,
án þess að missa einn einasta
mann. Það skeði þannig:
Á hverju kvöldi, klukkan ná-
kvæmlega 9, beindi brezkur
tundurspillir kastljósum sínum
á þessa varnarstöð og lét skot-
hríðina dynja á henni, í ná-
kvæmlega 10 mínútur. Þetta
var endurtekið kvöid eftir
kvöld. Árangurinn varð líka sá,
sem Ástralíumenn höfðu vonast
eftir. Tyrkið yfirgáfu virkið,