Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
áform sitt, að bjóða Niagara
birginn, var mikið skrifað í
heimsblöðin um hann í auglýs-
ingaskyni. Á leiðinni til Ameríku
bjargaði hann sjómanni, sem
hafði fallið fyrir borð.
Strengur Blondins var úr
þriggja þumlunga kaðli, sem
festur var Kanada megin við
hjólás greyptan í klett. Banda-
ríkja megin hélt vinda, sem gekk
fyrir hestum, honum strengd-
um. Þrátt fyrir þetta slapti
kaðallinn 50 fet í miðjunni, en
hann var 1100 feta langur. Hlið-
arstög gengu út frá aðal-línunni
með 20 feta millibili og voru
fest á árbökkunum. Saltpokar
héngu í stögum þessum til þess
að halda þeim strengdum. Þó
var svæði yfir miðri ánni, þar
sem ekki var hægt að koma við
hliðarstögum, og þar sveiflaðist
línan til í vindinum eins og risa-
stórt hengirúm.
Þegar Blondin auglýsti, að
hann ætlaði að ganga á línunni
30. júní 1859, komst allt landið
í uppnám. Hópar áhorfenda
huldu klettana beggja megin ár-
innar, fylltu áhorfendapallana,
sem reistir höfðu verið í skyndi
fyrir heldra fólk, og greiddu of-
f jár fyrir stæði á húsþökum, þar
sem útsýni var gott. Mikið var
veðjað um, hvort áform Blond-
ins myndi heppnast eða ekki, og
einnig, hvort hann myndi missa
kjarkinn á síðustu stundu og
neita að framkvæma afrekið.
En Blondin missti ekki kjark-
inn. Á tilsettum tíma gekk hann
djarflega frá bakkanum Banda-
ríkjamegin út á miðja línuna
með 50 punda jafnvægisstöng í
höndunum. Þar settist hann nið-
ur, stóð upp aftur, gekk ofur-
lítinn spöl og lagðist á bakið
með jafnvægisstöngina yfir
brjóstið. Þegar hann stóð á fæt-
ur, tók hann heljarstökk aftur
fyrir sig og gekk svo yfir að
Kanadabakkanum. Kanadisk
hljómsveit lék þjóðsöng Frakka,
en lagið drukknaði í fagnaðar-
látunum. Eftir 20 mínútna hvíld
lagði Blondin aftur af stað og
hélt þá á stól. Þegar hann var
kominn miðja vegu, kom hann
stólnum í jafnvægi á línunni og
settist á hann. Klukkutíma eftir
að hann lagði upphaflega af
stað, kom hann aftur að bakk-
anum Bandaríkjamegin, hress
og óþreyttur.
Blondin gekk aftur á hnunni
4. júlí og enn á Bastilludaginn.
Síðar lék hann afreksverkið
margoft aftur. Hann stóð á
höfðinu, dansaði eða bar borð