Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 63
DRAUMURINN ER VERNDARI SVEFNSINS
61
Algengur er „vekjaraklukku-
draumurinn". Óvelkominn há-
vaði klukkunnar hrindir af stað
þægilegri draumsýn, þar sem
klukkugarginu er breytt í fagra
hljóma. Það er eitthvað annað
en að klukkan sé að reka mann
á fætur. Hann getur dreymt, að
hann hlusti á hljómleika, heyri
hringingu kirkjuklukkna, og
sefur enn um stund. Loks vakn-
ar hann til veruleikans, draumn-
um tókst ekki að varðveita
svefninn, en hann gerði þó sitt
ýtrasta til þess.
Franskur fræðimaður, Alfred
Maury, hefir skýrt frá draum-
um, sem framkallaðir voru með
tilraunum. Lét hann gera þær
nótt eftir nótt á sér sofandi og
hafði aðstoðarmann sinn til
þess. Að morgni sagði hann
draum sinn, áður en hann fengi
að vita, hverju beitt hafði verið
til framköllunar drauminum.
Snarpur hvinur við eyrun á hon-
um kom honum til að dreyma
bjölluhljóm. Reykur af brenni-
steinsspýtu við vit hans fram-
kallaði eldsvoðadraum. Er lit-
uðu Ijósi var brugðið yfir andlit
hans, dreymdi hann óveður og
eldingar. En allar næturnar svaf
hann vært, draumarnir höfðu
gert sitt gagn.
Þá eru draumar þeir, sem or-
sakast af áhyggjum dagsins.
Venjulega höfum við þá sofnað
óánægð með það, sem gerzt
hefir í daglega lífinu. Sem dæmi
má nefna, að lítilli stúlku var
leyfð bátsferð á tjörn. Þegar að
því kom, að heim skyldi haldið,
hafði hún á móti því. Hún vildi
halda áfram að sigla. Nóttina
eftir fékk hún löngun sinni
fullnægt, — í draumi. Þráin var
svo sterk, að hún yfirgaf ekki
hugann í svefninum og ógnaði
friði hans. Þá kom draumurinn,
uppfyllti óskir hennar og allt
féll í ljúfa löð.
Starfsamur maður, sem lá i
sjúkrahúsi, bar sig mjög aum-
lega yfir iðjuleysi því, sem leg-
unni fylgdi. Hann vildi á fætur
og út. Þessi hugsun sleppti ekki
á honum tökum í svefninum.
Þess vegna veitti draumurinn
honum langa og skemmtilega
gönguferð úti í guðsgrænni nátt-
úrunni.
Þegar undirvitundin gerist
hættuleg svefnrónni, eiga
draumarnir rætur sínar að
rekja til undirdjúpa sálarlífsins.
Margir kannast við „flug-
drauma“. Dreymandinn svífur
yfir fjöldanum, horfir niður yfir
húsaþök eða fjöll og hæðir, líð-