Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 53
SlÐASTA GANGAN
51
hann að vita, að hann kemst
aldrei alla leið. Hann spurði
Wilson, hvort hann héldi, að
hann mundi hafa það af, og auð-
vitað varð Wilson að segja, að
hann vissi það ekki. Hið sanna
er, að það er engin von.
Sunnudagur, 11. marz. Það er
auðfundið, að Titus Oates á
skammt eftir. Hvað hann eða
við gerum, veit guð einn. Við
ræddum málið eftir morgun-
verð. Hann er hugrakkur og
góður félagi, og veit, hvernig
komið er, en hann spurði okkur
ráða. Við gátum ekki annað en
hvatt hann til að halda áfram á
meðan hann gæti. Eitt gott
leiddi þó af þessum umræðum.
Ég skipaði Wilson að afhenda
hverjum okkar nægilegt ópíum
til að binda enda á þrautir okk-
ar, ef með þyrfti, og nú hefir
hver okkar þrjátíu töflur, en
Wilson sjálfur lítið morfínglas.
Mánudagur, 12. marz. Dag-
leiðin í gær 6,9 mílur — fyrir
neðan nauðsynlegt meðaltal.
Ástandið svipað. Oates á erfitt
með að draga ...
Fimmtudagur, 16. eða 17.
marz. Hefi ruglast í dagatalinm
Sorglegt ástand hjá öllum. Um
hádegi í fyrradag sagði Oates,
að nú gæti hann ekki haldið
áfram lengur, og mæltist til, að
við skildum sig eftir í svefnpok-
anum. Það vildum við ekki og
lögðum að honum að halda
áfram til kvölds. Þó að það væri
honum óbærileg kvöl, dróst
hann af stað aftur og við kom-
umst nokkrar mílur áleiðis. Um
kvöldið var hann enn verri og
við vitum, að nú dregur að lok-
um.
Ef þessi dagbók skyldi finn-
ast, vil ég, að það sem hér fer
á eftir sé gert heyrum kunnugt.
Síðustu hugsanir Oates snerust
um móður hans. Hann gaf ekki
— vildi ekki gefa — upp alla
von, fyrr en á síðustu stundu.
Hann er kjarkmenni. Nú var
stundin komin. Hann sofnaði í
fyrrakvöld í þeirri von, að
vakna ekki aftur. En hann
vaknaði um morguninn — í
gærmorgun. Það var grenjandi
bylur. Hann sagði: „Ég ætla að
skreppa út, það getur verið að
mér dveljist.“ Hann fór út í
hríðina og við höfum ekki séð
hann síðan ....
Okkur er kalt á göngunni nú
orðið, og alltaf nema á máltíð-
um. I gær urðum við að halda
kyrru fyrir vegna veðurs, og í
dag miðar okkur sáralítið áf ram.
Sunnudagur, 18. marz. Flest-