Úrval - 01.02.1943, Page 120

Úrval - 01.02.1943, Page 120
118 tTRVAL um Liberator — Frelsishetja — eina titlinum, sem hann notaði um dagana. En von bráðar komu spænsk skip siglandi yfir Atlantshaf, og spænskir hermenn, sem höfðu barizt í Napoleonsstyrjöldinni, fóru að streyma inn í landið frá hafnarborgunum. Bolivar varð að mæta þeim með þeim efnum einum, sem hið fátæka og frum- stæða land hans gat látið í té. Stríðið stóð í 14 ár og barst yfir allt meginlandið, unz bar- dagasvæðið var að lokum orðið álíka víðáttumikið og öll Banda- ríki Norður-Ameríku. Um þenn- an mikla vígvöll fór Bolivar með heri sína, ávallt fáliðaða, illa klædda, hálfsvelta og vopnlitla. Oft lögðu þeir til orustu með eitt skot á mann; í eitt skipti án þess að hafa nokkur skot- færi. Þá notuðu þeir spjót úr bambusviði, boga og örvar. Ef Bolivar varð að láta undan síga á einum stað, gerði hann áhlaup á öðrum; ef einn her hans var sigraður, var hann fljótlega bú- inn að koma öðrum á laggirnir. Spænskur herforingi skrifaði konungi sínum á þessa leið: „Ekkert getur jafnast á við þrotlausan ötulleik þessa leið- toga. Enda þótt hann hafi misst beztu hermenn sína og foringja í tólf orustum í röð, virðist það ekki hafa lamað þrautseigju hans í árásum á oss.“ Eitt sinn höfðu öflugar sveit- ir spænskra stórskotaliða og riddara tekið sér náttból og höfðu 3000 hross í rétt. Einn af riddaraliðsforingjum Bolivars tók þá til þess bragðs að binda harðar nautshúðir í taglið á 50 af hestum sínum, og rak þá síð- an inn i hrossahóp Spánverja. Hestar Spánverja fældust við hávaðann, æddu um meðal sof- andi hermannanna, og meðan á uppnáminu stóð komu menn Bolivars og beittu sverðum og spjótum. í annað skipti var her Boli- vars innikróaður í þröngu klettagili í Andesfjöllum. Þver- hníptir hamrar voru á alla vegu, og ofan af brúnunum létu Spán- verjar ægilega skothríð dynja á liði hans. Þegar kvöldaði lagðist þoka í gilið og skothríðin hætti. í rúmar tvær stundir var dauða- kyrrð. Allt í einu, þegar síðasti kvöldsólargeislinn rauf þoku- hjúpinn, vissu Spánverjar ekki fyrr en mikil skothríð var hafin á þá ofan frá. Menn Bolivars höfðu, í skjóli þokunnar, klifið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.