Úrval - 01.02.1943, Side 129

Úrval - 01.02.1943, Side 129
HENDUR HINS KROSSFESTA 127 sig endurtaka orðið: — Skiljan- legt. — Já, sagði maðurinn, — en við munum einhvern veginn krafsa okkur fram úr því. Við höfum verið í útlegð áður. Hann talaði rólega, en þó með ofur- litlum valdsmannshreim. Þegar liðsforinginn svaraði ekki, greip hann annarri hendi í tauma asn- ans. Asninn gekk áfram fáein skref og barnið bærði á sér. Liðsforinginn sneri sér við og sá í andlit barnsins, og það bað- aði út höndunum í bjarma sól- arlagsins. — Ef liðsforingjanum þókn- ast . . . sagði kuldaleg rödd við eyra honum. Það var rödd nor- ræns liðþjálfa. — Liðsforingjanum þóknast ekki, sagði liðsforinginn. Hann kinkaði kolli til mannsins: — Þið megið halda áfram. — En, liðsforingi . . . sagði kuldalega röddin. — Hundur og svín, hreytti liðsforinginn úr sér. — Eigum við að vanrækja skipanir Leið- togans fyrir grátt asnahræ? Skipanin hljóðar svo: „Allir verða að vera komnir úr landi fyrir sólsetur." Lofið þeim að fara. Þér sendið mér skýrslu í fyrramálið, liðþjálfi! Hann sneri sér hvatlega á hæli, gekk beina leið til skýlis síns og leit ekki við. Franz, þjónninn hans, kom inn skömmu seinna og fann liðsforingjann sitjandi á stóli. — Ef liðsforinginn vildi nú þiggja örlítinn dropa af brenni- víni, sagði hann auðmjúkur. — Liðsforinginn er búinn að fá nóg af brennivíni, sagði liðs- foringinn hárri, rámri röddu. — Hefir skipunum mínum verið hlýtt? — Já, liðsforingi. — Horfðu þau um öxl? — Nei, liðsforingi. Liðsforinginn þagði stundar- korn, en skyndilega sá hann það aftur, Fordæmda fólkið, tvístrað út um öll lönd — þá, sem höfðu farið um veginn hans og þá, sem höfðu stigið á skipsfjöl í hafn- arborgunum. Þetta var mesti fjöldi, og við því var að búast. En þetta fólk fór ekki allslaust, eins og hann hafði álitið, því að með sérhverju þeirra fór sví- virðingin. Og það var ekki sví- virðing þessa fólks, þótt það bæri hana með sér líkt og sýni- lega byrði. Það var svívirða þeirrar þjóðar, sem hafði hrak- ið þetta fólk úr landi — svívirða hans eigin þjóðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.