Úrval - 01.02.1943, Side 82

Úrval - 01.02.1943, Side 82
80 ÚRVAL Þetta er ekki skemmtilegur vitnisburður um það, hvernig lifnaðarháttum okkar er komið. En við erum þó ekki alveg var-n- arlausir, segir próf. Brekhus. Menn hafa árum saman lagt verðskuldaða áherzlu á að vernda tennurnar með því að bursta þær og hreinsa, og koma á þann hátt í veg fyrir tann- skemmdirnar, sem þjá 99 af hundraði af hinum siðmenntuðu þjóðum. En það má alltaf ræða ☆ um það, hversu mikið gagn það hafi gert. En ef sama hirðusemi væri höfð á að fara til tannlæknis með reglulegu millibili, þá mundi það koma að miklu meira gagni. Tannlæknirinn getur fundið litl- ar skemmdir, áður en þær fá tíma til að búa um sig og gert við þær á fáeinum mínútum. Á þann hátt er hægt að koma í veg fyrir skemmdir, áður en þær verða að verulegu meini. ☆ Meinlegur misskilningur. Barón von Steuben var eitt sinn viðstaddur herkönnun í Valley Forge. Baróninn kunni lítið í ensku og ávarpaði hermennina því á þýzku. Amerísku liðsforingjarnir komust brátt að því, að hann spurði aðeins þriggja spurninga og alltaf í sömu röð. I fyrsta lagi: „Hve gamall eruð þér?“ I öðru lagi: ,,Hve lengi hafið þér gegnt herþjónustu ?“ Og í þriðja lagi: „Hvor okkar er betri her- maður, þér eða ég?“ Á þessum grundvelli kenndu liðsforingjarnir hermönnunum þrjú svör á þýzku, í réttri röð. T. d.: „Fiinf und dreizig Jahre“ (35 ára) við fyrstu spurningunni, „Vier Jahre“ (4 ár) við annarri og „Alle Beide“ (báðir) við þeirri þriðju. Stuttu seinna ávarpaði von Steuben gamlan og gráhærðan hermann á þýzku og spurði: „Hve lengi hafið þér gegnt herþjónustu ?“ „Fiinf und dreizig Jahre“, var svarið. Von Steuben virtist hissa, en hélt áfram á þýzku: „35 ár! Hve gamlir eruð þér þá?" „Vier Jahre," svaraði hermaðurinn sigri hrósandi. Von Steuben skildi nú hvorki upp né niður. „Fjögra ára!“ sagði hann, enn á þýzku, „og þér hafið gegnt herþjónustu í 35 ár! Hvor okkar er vitlaus?" Hermaðurinn vissi, að þstta var síðasta spurningin og hrópaði dauðfeginn: „Alle Beide, hershöfðingi!"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.