Úrval - 01.02.1943, Page 52

Úrval - 01.02.1943, Page 52
50 ÚRVAL, það í ljós, þegar Titus Oates færði sig úr plöggunum, að hann var illa kalinn á tánum. Þriðja áfallið kom í nótt, þegar tók að hvessa og snjóa. Frostið komst upp fyrir 40°, og við vorum hálfan annan klukkutíma að komast í stígvélin, en við komumst þó af stað fyrir klukk- an átta. Færðin er afleit og dag- leiðin varð aðeins 5l/> míla. Ástandið er mjög alvarlegt, af því að bersýnilegt er, að við þolum ekki miklar tafir, og við þjáumst mjög af kulda. Laugardagur, 3. marz. Útlitið í morgun verra en nokkru sinni fyrr. Færðin verri en tali tekur. Víst er um það, að við getum ekki haldið lengi áfram að óbreyttu, guð hjálpi okkur. Okkar á milli erum við glaðir og hressir, en hvernig hverjum ein- stökum er innanbrjósts, veit enginn. Það gengur erfiðlegar með hverjum degi að komast í stígvélin og spáir það ekki góðu. Mánudagur, 5. marz. Ástand- ið stöðugt versnandi, því miður. Höfðum hliðarvind í gær eftir hádegi. Áfanginn fyrir hádegi aðeins 3 l/> míla, en dagleiðin öll 9 mílur. Drukkum einn bolla af kakó og borðuðum þurrkað kjöt, aðeins ylvolgt. Áhrifin augljós, einkum á Oates, sem stöðugt kelur meira á fótunum. Þriðjudagur, 6. marz. Sólskin og logn. Oates getur ekki dregið sleðann sinn, en situr á honum á meðan við leitum að slóð'nni. Hann ber sig eins og hetja. Hann hlýtur að hafa miklar kvalir í fótunum. Hann kvartar ekki, en glaðværð hans kemur nú aðeins í kviðum. Miðvikudagur, 7. marz. Enn sígur á ógæfuhlið. Oates var afleitur í öðrum fætinum í morg- un, en hann kvartar ekki. Við tölum enn þá um, hvað við ætl- um að gera, þegar við komum heim .... Fimmtudagur, 8. marz. — Ástandið á morgnana stöðugt versnandi. Vonlaust er níi orðið um annan fót Oates, og það tek- ur æ lengri tíma að komast í stígvélin. I morgun fórum við 4y2 mílu og erum nú 8V> mílu frá forðabúrinu. Það er hlægi- legt, að slíkur smáspotti skuli vaxa okkur í augum, en við vit- um, að í svona færð er dagleiðin ekki nema helmingur þess, sem vant er. Laugardagur, 10. marz. Enn hallar undan fæti. Oates fer hraðversnandi í fætinum. Kjark- ur hans er óbilaður og þó hlýtur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.