Úrval - 01.02.1943, Síða 26

Úrval - 01.02.1943, Síða 26
24 ÚRVAL Þeim læknum, sem kynnu að hafa áhuga á að gera tilraunir með þessi smyrsl, var gefinn kostur á að fá þau, því að Sperti læknir var sjálfur að fást við krabbameinsrannsóknir, en ekki brunasár. Tíðindin frá Chicago voru aðeins upphaf af fleiri sömu tegundar. Walsh læknir hefir notað smyrslin með góð- um árangri í hundrað tilfellum. Vafalaust er frekari tíðinda að vænta af þessum smyrslum í ná- inni framtíð. í þessum töfrasmýrslum er mikið af svonefndum „biodyn- um“, en það eru hormónar, sem stjórna vexti frumanna. Menn hafði lengi grunað, að slíkir hormónar væru til og nú hefir Sperti lækni og aðstoðarmönn- um hans tekizt að sanna tilveru þeirra. Það eru skaddaðar frum- ur, sem gefa frá sér þessa hor- móna, og örfa þeir vöxt, öndun og skiptingu annarra fruma. Með þessari uppgötvun hefir vísindamönnum loksins tekizt að fá skýringu á því, hvers vegna nýir vefir myndast og sár gróa. Enn þýðingarmeira atriði í þessu sambandi er þó, að bio- dyn-hormónarnir geta ef til vill gefið skýringu á hinum dular- fullu orsökum krabbameins. Frumurnar eru þær eindir, sem allir lifandi vefir eru gerðir úr. Þær sjást ekki nema í smá- sjá. Hver fruma starfar á líkan hátt og líffæri það, sem hún er hluti af: Hún andar, eyðir orku, vex, margfaldast við skiptingu og lifir í sátt og samlyndi við nágrannafrumur sínar. En stundum taka einstakar frumur upp á því að eyða orku og vaxa óeðlilega, og berst þetta óeðli til næstu fruma í kring. Fyrirbrigði þetta er það, sem kallað er krabbamein. Nú, þegar tekizt hefir að einangra hormóna þá, sem stjórna vexti frumanna, má gera sér von um að takast megi að koma í veg fyrir eða lækna krabbamein. Við krabbameinsrannsóknirn- ar beindist athygli Sperti læknis fyrst að einum þætti í eðli frum- anna, sem mönnum hafði ekki tekizt að skýra til fulls. Þegar lifandi vefur særist, taka frum- urnar í kringum hinn særða blett að aukast og margfaldast miklu örar en við venjulegar kringumstæður. Þessi öri vöxt- ur heldur áfram, þangað til búið er að fylla upp skarð það, sem skemmdin olli, en þá verður vaxtarhraðinn aftur eðlilegur. Bersýnilegt er, að eitthvert efni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.