Úrval - 01.02.1943, Page 118

Úrval - 01.02.1943, Page 118
116 ÚRVAL hernaðarlega þekkingu, fékk hann Miranda herforingja til að snúa heim aftur. Hinn 3. júlí 1811 hrópaði Boli- var orðið: ,,Frelsi!“ Það var í fyrsta sinn, sem þetta orð var sagt opinberlega í landinu. Hann krafðist algers sjálfstæðis af Spánverjum. — Ættjarðarástin blossaði upp í Caracas, og þing föðurlandsvina lýsti yfir sjálf- stæði Venezuela. Teningunum var kastað. Mir- anda reyndi að skapa her úr sundurleitum hópum erfiðis- manna, og ungra aðalsmanna, er litu á sig sem fyrirliða. Þetta var erfitt verk, sem mistókst að lokum. Það, sem meðal annars studdi að óförum hans, var jarðskjálfti mikill, sem eyðilagði mestan hluta hers hans og birgða. Bolivar, sem reyndi að telja kjark í hið yfirbugaða lið, hrópaði yfir rústum höfuðborg- arinnar: „Þótt náttúruöflin sjálf gangi í lið með kúgurunum, munum við einnig berjast gegn þeim og knýja þau til hlýðni!“ En bardagavanar, spænskar hersveitir sigruðu sjálfboðaliða Venezuelumanna og tóku Cara- cas. Brátt var fyrsta lýðveldið úr sögunni. Miranda var fluttur um borð í spænskt skip, er sigldi til Cadiz, þar sem hann lét lífið í fangelsi. Simon Bolivar var fé- laus útlagi á eyjunni Curagao, sem þá tilheyrði Englandi. Eng- inn, tiema mikill hugsjónamað- ur, myndi hafa eygt neina von. Allar eigur Bolivars — jarðir, búpeningur og húseignir í borg- unum — allt var tapað og upp- tækt gert af Spánverjum. Hann varð að betla, til þess að afla sér viðurværis. En eftir nokkrar vikur tókst honum að flýja til nýlendunnar Nýja Granada (Col- ombia), þar sem setulið föður- landsvina hafði dálitla strand- ræmu á valdi sínu. Þar var hann gerður að foringja yfir 200 manna sveit — svertingjum, rauðskinnum og kynblending- um. — 1 fyrstu lotu átakanna hafði Bolivar orðið margs vísari um það, hvernig bezt væri að heyja stríðið gegn Spánverjum. Hann hafði tekið þátt í bardögum og getið sér góðan orðstír. Aðfara- nótt hins 21. desember 1812 réðst hann með skyndiáhlaupi á spænska setuliðið í Tenerife, gjörsigraði það og náði her- gagnabirgðum þess. Næstu nótt réðst hann á Mompox og sundr- aði spænsku liðsveitunum þar. Á sex dögum háði hann sex or-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.