Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 10

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 10
Dægurflugan, sem kviknar að morgni og deyr að kvöldi. Dauðadans maíflugunnar. Grein úr „Nature Magazine“, eftir William Atherton du Puy. 1-4 ÚN dregur nafn sitt af 1 1 mánuðinum. I maímánuði má líta hinn tmdarlega, töfrandi harmleik vorsins, dauðadans maíflugnanna, þessa dillandi Ijósálfa, sem á sólbjörtum vor- morgni hefja sig til flugs, svífa daglangt á fisléttum, gagnsæ- um vængjum og hníga svo til foldar að kvöldi. í forugri moldarvilpu getur að líta ógeðslegt skorkvikindi. Náttúran snertir það rneð töfra- sprota sínum, og á sömu stundu hefur maíflugan sig á loft, glitr- andi eins og gullþröstur, á vængjum, sem eru eins fíngerð- ir og köngulóarvefur, með laus- an, tvi- eða þríklofinn þráð- myndaðan hala, sem bylgjast við sviflétt vængjatakið. Þama uppi í bláum geimnum finnur hún maka sinn, því að í dag er brúðkaupsdagur hennar. Stundarlangt svífa þau tvö í gáskafullum Ieik um loftið og inna af hendi skyldu sína við lífið og skilja síðan. En þau halda áfram að fljúga þangað til síðasta eind lífsorku þeirra er þrotin. Þá sezt hún — ef til vill á ermi þína eða mína. Fætumir sem hún tyllir niður eru veik- byggðir og óreyndir, því að þeir hafa aldrei fyrr snortið fasta jörð. Þeir em svo magnlitlir, að þeir geta naumast haldið uppi fisléttum líkamanum. Andartak riðar hún á fótunum, svo fellur hún til jarðar eins og fis. Hið stutta æviskeið maíflugunnar er á enda. Svo stutt er ævi hennar, að þeir sem vilja kynnast henni, verða að hafa hraðan á. Það er ekki tækifæri til þess nema einu sinni á ári — snemma sum- ars — og þá helzt nálægt ám eða vötnum, því að maíflugan er fædd lagardýr. I tvo eða þrjá daga á hverju vori setja þær svip sinn á náttúruna. Þær flykkjast í milljónatali í kring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.