Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 25

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 25
AP HVERJU ÁKVARÐARST KYNPERÐI 23 að myndast. Þar eð fósturfrum- urnar eru á þessu stigi kynlaus- ar, er ekki hægt að ákveða kyn- ferði fóstursins. Réttara væri kannske að segja, að fóstrið væri tvíkynja, því að hinir frum- stæðu kynkirtlar eru ekki aðeins beggja blands, heldur eru í fóstrinu einnig ófullkomnir vis- ar að hinum ytri kynfærum beggja kynja. Ef fóstrið er karlkyns, heldu sá visir sem til er að kynfærum karlmannsins. áfram að þroskast, en öfugt, ef fóstrið er kvenkyns. Þetta er ástæðan til þess, að finna má í fullorönum karlmönnum óþroskaðan vísi að legi og öðr- um kynfærum kvenna, og í kon- um vísi að kynfærum karla. En ef fóstrið á fyrsta stigi kynþroskans hefir vísi að kyn- færum beggja kynja, hvað er það þá, sem veldur því, að þetta tvíkynja fóstur tekur allt í einu að þroskast í áttina til annarshvors kynferðisins ? — Svar við þessari spurningu hef- ir fengizt með rannsóknum á dýrum. Þar eð við erum ekki fær um að taka burtu kynkirtl- ana úr fóstri í móðurlífi, án þess að drepa fóstrið, verðum við að láta okkur nægja að gera slíkar tilraunir á nýfædd- um dýrum. Ef eistun eru tekin úr nýfæddri karlrottu, stöðvast þegar í stað þróun allra karl- kynseinkenna. Ekki aðeins vöxt- ur reðursins (penis) stöðvast alveg, heldur einnig blöðru- botnskirtilsins og sáðblöðrunn- ar. Það er mjög auðvelt að full- vissa sig um þá stöðvun í vexti kynfæranna, sem á sér stað við geldingu, því að í heilbrigðu ungviði er vöxtur kynfæranna mjög ör fyrstu vikurnar eftir fæðinguna. Ef við tökum rottuunga, sem geltur hefir verið við fæðingu, og græðum á hann eistu úr öðr- um rottuunga, byrjar vöxtur kynfæranna þegar í stað aftur. Þessar tilraunir sýna greinilega, að það er eitthvert efni, sem eistun gefa frá sér, sem orsakar það, að kyneinkenni karldýrsins halda áfram aðþroskast.Tvennt er þannig nauðsynlegt ti.l þess að karlkynseinkennin geti þró- ast: (a) myndun ákveðins efn- is, og (b) tilvist ákveðinna, óþroskaðra vefja, sem eru fær- ir um að veita viðtöku áhrifum frá þessu efni. Hér á eftir mun þetta hvorutveggja verða tekið til nánari athugunar. Fyrst skulum við athuga nán- ar eðh þess efnis, sem mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.