Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 120

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 120
118 ■ORVAL nema þér gætuð komið fram með einhverjar málsbætur fyrir vinkonu yðar.“ Óttinn, sem hafði einatt grip- ið mig við tilhugsunina um handtöku mína, var gersamlega horfinn, og hugsun mín var ljós og hröð. Mig grunaði, að heim- sókn Þjóðverjanna og spurning- ar þeirra þyrfti ekki endilega að vera sönnun þess, að þeir væru öllum hnútum kunnugir. Ef til vill vildu þeir aðeins fá upplýsingar. Og ég ákvað að neita öllu. Ef ég játaði, værum við áreiðanlega glötuð. Ég þagði og starði yfir borðið. Dr. Hager hélt áfram, dálítið óþolinmóður: „Svona nú, frú Shiber, við skul- um koma þessu af. Hvenær sendi frú Beaurepos fyrstu ensku hermennina yfir landa- mærin?“ „Mér þykir það leitt,“ sagði ég ákveðin, ,,en mér er með öllu ókunnugt um að frú Beaurepos hafi fengizt við slíkt.“ Pietsch höfuðsmaður sneri sér að dr. Hager og hvíslaði — nógu hátt til þess, að ég gæti heyrt það: „Haltu áfram með þessar mannúðlegu aðferðir þínar, ef þú vilt. En þegar þér verður ljóst, að með þessu við- kvæmnis þvaðri kemstu aldrei neitt, þá skal ég fá hana til að tala.“ Hann stóð upp og gekk út úr herberginu. Á veggnum gegnt mér var rafmagnsklukka. Brátt myndi séra Christian hringja dyra- bjöllunni heima. Hann myndi kalla glaðlega, eins og hans var siður: „Ég er hérna með nokkra svanga drengi. Má ég koma með þá inn?“ Hann tæki ekki eftir því fyrr en of seint, að ókunnugur mað- ur kæmi til dyra. Dr. Hager beitti ýmist blíð- mælgi eða hótunum. Hann var orðinn eins og geðillur skóla- kennari, sem er reiður af því að nemendurnir hafa farið í kring um hann. Mér óx kjarkur. Klukkan var liðlega tólf, þeg- ar síminn hringdi. Dr. Hager tók símann, hlustaði andartak og leit til mín sigri hrósandi. „Komið strax með hann hing- að,“ sagði hann, en því næst tók hann sig á: „Nei, það getur ver- ið að þið fáið fleiri heimsóknir •— ég skal senda einhvern til ykkar.“ Hann sneri sér að mér og brosti ánægður: „Hafið þér tek- ið eftir því, frú Shiber, að þegar perlufesti slitnar og ein perla dettur, þá fylgja hinar á eftir?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.