Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 47

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 47
EKKERT RÚM I GISTIHÚSINU 45 rak í hana fingurinn. Jósep hafðist ekki að. Hann var eins og utan við sig, eins og hann svæfi með opin augun. Síðan ýttu þeir þeim báðum út úr hei'berginu. Um leið og þau fóru út, rétti María ósjálfrátt hendina í áttina að körfunni í horninu — körfunni undir hvítu dulunni. Hún hélt hendinni út- réttri, og augu liennar voru óð að sjá. Litlu sporin, sem hún hafði saumað. Sporin, sem voru svo örsmá, að hún hafði tæp- lega getað greint þau, eftir að hún hafði saumaö þau í dúkinn. Maðurinn, sem gleypt hafði kökumar, var nú að flýta sér að hreinsa stígvélin sín á mjúkri, hvítri dulu, þar sem hann lá á hnjánum við körfuna. Hann vann þetta verk af kappi og iðni, eins og honum hafði verið innrætt að vinna ætti sín verk. Hann hafði rekið tunguna lítið eitt út milli guinaðra tann- anna og kepptist við að nugga stigvélin. Þá kallaði fyrirliðinn til hans, og hann fleygði dul- unni út í horn, ásamt öðru líni, sem traðkað hafði verið á, og flýtti sér á eftir þeim til að hjálpa til að koma fólkinu upp á vörubílinn hjá öllum hinum. Ur vörubílnum. í járnbrautar- lest, og svo var haldið áfram tímunum saman — kannske dögum saman. María hafði enga hugmynd um tímann. Jósep lagði höfuð hennar við barm sér, og henni auðnaðist að festa blund, eins og fólk getur sofn- að undir eituráhrifum, og blökk augnhárin lögðust yfir dökka baugana undir augunum. Það var ekki nóg rúm fyrir allt fólk- ið. Það hnappaðist saman 'á gólfinu og í göngunum. Senn var allt komið í ömurleg óhrein- indi. Börnin grétu, stundum veinuðu konurnar upp yfir sig, en oftast nær sat fólkið, karlar og konur, og horfði sljóum aug- um út í bláinn. Lestin hamaðist áfram af þeim sjálfsagða dugn- aði og markvísi, sem einkenn- ir þetta land. Það var einkennilegt að at- huga þetta þokkalega miðstétt- arfólk, hvernig það smá-breytt- ist í umkomulausa vesalinga, óhreina og þjáða. Slíka viður- styggð hafði það aldrei látið sér til hugar koma. Öðru hverju var kvenfólkið að reyna að dusta klæði sín og þvo sér, en vatnið var af skornum skammti, og veitti ekki af því til drykkjar. Innan um þenna þef og þessi ömurlegu hljóð sátu þau Jósep
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.