Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 122

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 122
120 ÚRVAL haxa þeir gert við yður, frú Shiber?“ Frú Bengler sagði, að hvorki Kitty né Chancel hefðu komið í íbúðina meðan ég var í fang- elsinu. Hún hafði ekki séð Henri Beaurepos. Hann hlaut að vera kominn til óhernumdu hérað- anna. Hún hafði verið áhorf- andi að því, þegar þýzka leyni- lögreglan handtók séra Christi- an. Hann hafði verið einn síns liðs. Margot hafði líka verið tek- in höndum, en sleppt aftur, og var nú farin til skyldfólks síns í Bretagne. Þegar ég var orðin ein, gekk ég úr einu herberginu í annað, kveikti og slökkti, skrúfaði frá heitavatnskranaUUm, til þess að fullvissa mig um, að ég gæti nú loksins farið í heitt bað. Þá hringdi dyrabjallan og í gættinni stóð dr. Hager. Hann var afar mjúkmáll og kvaðst hafa litið inn til þess að aðgæta, hvort menn hans hefðu skilið við íbúðina í röð og reglu. Hann athugaði hvert einasta herbergi, hvern skáp og leit meira að segja inn í kæliklefann. Hann hafði litla viðdvöl, og þegar hann fór, ráðlagði hann mér eindregið að hverfa heim til Ameríku. ,,Og teljið vinkonu yðar frú Beaurepos, á að fara með yður. Við höfum leyst upp félagsskap hennar og málið er til lykta leitt. En við yrðum strangari, ef hún dveldi hér áfram og fremdi þetta brot í annað sinn.“ Frelsi mitt var þá ekkert annað en blekking. Þeir höfðu sleppt mér úr fangelsinu til þess að hafa mig fyrir agn, til þess að hjálpa þeim til að finna Kitty. Hvert sem ég fór næstu daga, varð ég vör við að mér var veitt eftirför. Svo var það dag nokk- urn, að ég sá Chancel koma út úr neðanjarðarjárnbrautarstöð. í fyrstu varð ég ákaflega glöð. ,,Hann er ennþá frjáls!“ En svo varð mér allt í einu ljóst, að ég mátti ekki láta á því bera, að ég þekkti hann. Njósnarinn frá þýzku leynilög- reglunni var skammt undan. Chancel kom auga á mig og brosti. Ég leit kuldalega á hann, eins og hann væri mér blá- ókunnugur. Þegar ég gekk framhjá honum hvíslaði ég: ,,Við skulum láta sem við þekkjumst ekki. Mér er veitt eftirför." Um kvöldið var ég handtek- in á nýjan leik. Það var farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.