Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 46

Úrval - 01.12.1943, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL uðu þau í ósjálfráðum ótta eft- ir fótataki í stiganum. Gólfin varð að skrúbba, potta og pönnur að verka, föt að þvo, mat að sjóða, bamaföt að sauma. Þetta var hennar líf, sem hún lifði fyrir Jósep, og hún kepptist við að halda öllu hreinu og þokkalegu, og hún unni því sem þau áttu, enda var hún af bændaættum og átti sjálfsvirðingu forfeðra sinna. Mennirnir þustu upp stigann svo hratt, að María og Jósep höfðu tæplega heyrt í stígvélum þeirra neðst í stiganum, áður en þeir voru komnir að dyrun- um og farnir að lemja á þær með krepptum hnefunum. Jósep reis á fætur. Hún reis líka úr sæti sínu og hélt annarri hendi fyrir brjósti sér, hinni að bleikri prjónahúfu, hnefastórri, sem hún hafði verið að prjóna. Mennimir voru komnir inn í stofuna. Þeir virtust fylla þokkalega íbúðina ópum sínum, ókvæðisorðum og brúnklæddum stórvöxnum líkömum. Þeir litu tæpast við Jósep og Maríu, heldur rannsökuðu skápana, drógu út línið og tröðkuðu á því. Einn þeirra hrifsaði bleiku húfuna úr höndum hennar, setti hana á snoðklipptan koll sinn og stakk fingri í munninn. „Hættu þessu,“ sagði sá, sem fyrirliði var. „Við höfum engan tíma til að leika okkur.“ Hann þreif húfuna, snýtti sér á henni og fleygði henni út í hom. I skápnum fundu þeir htlu kökurnar. Hún hafði bakað þær í feiti, sem hún hafði önglað saman eins og gengur, fjórar smákökur með sveskjum ofan á. Jósep hafði etið tvær þeirra með kvöldmatnum. Hinar tvær átti að geyma honum til morg- uns. Hún sagðist engar vilja sjálf. Hún gæti fitnað af þeim, og svo væru þær óhollar fyrir drenginn. „Sko,“ sagði sá, sem kökurn- ar fann. „Kökur. Svínin hafa kökur til matar og nóg til að leifa.“ Hann braut eina kök- una, þefaði af henni eins og hundur og át síðan græðgislega. „Hananú,“ sagði fyrirhðinn. „Hættið þessum látum og hald- ið áfram. Ekki ætlið þið að hanga í þessari svínastíu í alla nótt. Nóg er enn að gera. Kom- ið þið nú.“ Þá tóku þeir eftir því að María var þykk undir belti, klæmdust á því, og einn þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.