Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 3
SIGURBJÖRN EINARSSON:
Hvort skilur pú?
Allir giptusamlegir viðburðir í trúarsögu Vesturlanda standa
í beinu sambandi við það, að Biblían laukst upp á nýjan hátt, hin
gamla bók varð ný. Það sem mestum og beztum tíðindum sætir
í sögu kristinnar kirkju er ævinlega sprottið af því, að Biblían
verður á annan hátt en áður lifandi bók og tekur menn þeim tök-
um, sem hverfir hugsun þeirra og lífi í nýjan farveg. Það var
lönguin líkast því, að stífla bresti eða ísa leysi og straumar lífg-
andi linda brjótist fram. Leyndardómurinn í lífi sjálfrar frum-
kristninnar var að verulegu leyti sá, að hinar öldnu, heilögu ritn-
ingar feðranna, Gamla testamentið, opnuðust, lukust upp í nýju
Ijósi og urðu lifandi orð af Guðs munni. Og sama máli gegnir um
siðbótina. Vér nútímamenn getum naumast gert oss fullkomlega
í hugarlund, hversu vorleysing hinnar lúthersku siðbótar var stór-
kostleg bylting í andlegu tilliti og hvernig hún var fyrst og
fremst fólgin blátt áfram í þessu, að Biblían leystist úr læðingi,
hún var túlkuð af nýju spámannlegu innsæi inn í kjarnaboðskap
hennar og menn teyguðu orð hennar eins og skrælnuð jörð regn,
þegar þeir áttu þess kost að lesa það á móðurmáli prentað.
Rómversk-kaþólskur maður, Cochleus að nafni, mikill andstæð-
ingur Lúthers, lýsir þessu með svofelldum orðum: „Skraddarar,
skósmiðir, já, jafnvel kvenfólk og aðrir einfeldningar meðal almúg-
ans, sem meðtekið höfðu þelta lútherska evangelium, teyguðu það
eins og uppsprettu allrar speki. Ymsir höfðu það allar stundir
á sér og lærðu það utanbókar. Hinn hverflyndi skríll er löngum
lystugur á alla nýlundu . . . og þessi lútherski lýður gerði sér því
hið mesta far um að læra Ritninguna utan að, . . . svo að lúthersk-