Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 63
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
61
INú skulu hér upp tekin nokkur sýnishorn úr Guðbrandsbiblíu.
Byrjunin hljóðar svo:
„I upphafi skapaði Guð himin og jörð. Og jörðin var evði og
tóm, og myrkur var yfir undirdjúpinu, og Guðs andi færðist yfir
vötnin. Og Guð sagði: Verði Ijós. Og þar varð ljós. Og Guð sá, að
Ijósið var gott. Þá skildi Guð ljósið frá myrkrunum og kallaði
Ijósið dag, en myrkrið nótt. Þá varð af kveldi og morgni sá fyrsti
dagur.“
Oddur Gottskálksson þýddi þarna m. a. Davíðssálma, eins og
áður segir, og er efamál, að þeir sumir scu skáldlegri og sviptign-
ari í annarri íslenzkri þýðingu.1 Iíér er upphaf 19. sálmsins:
„Himnarnir útskýra Guðs dýrð, og festingin himnanna kunn-
gjörir verk hans handa. Hver dagurinn segir það öðrum, og hver
nóttin kunngjörir það annarri. Þar er ekkert tungumál til eður
þær munnræður, hvar eð þeirra raddir heyrast ekki.“
Ur upphafi 90. sálms, er séra Matthías hafði m. a. í huga —
þótt í annarri þýðingu væri — þegar hann orti þjóðsöng okkar:
„Þúsund ár eru fyrir þér sem sá dagurinn, eð í gær var umliðinn,
og svo sem ein nætur eykt. Þú lætur þá í burt líða sem annað
rennanda vatn, og þeir eru svo sem svefn, líka sem gras, það eð
snarliga uppvisnar, hvert eð snemma blómgast og skjótliga föln-
ar og að kveldi dags verður upphöggvið og uppþornar.“
Og svo úr 103. sálminum: „Líknarfullur og miskunnsamur er
Drottinn, þolinmóður og harla góðgjarn. Hann er ei alla ævina
byrstur og reiðist ekki eilífligana. Hann lireytir ei viður oss eftir
vorum syndum og endurgeldur oss ekki eftir vorum misgjörning-
x) Sjö DavíSssálmanna voru prentaðir sérstaklega é Hólum (vafalítiS)
1606 (Islandica XIV, 92). — En til er einnig óprentuð íslenzk þýðing flest-
allra DaviSssálma (AM 618, 4to), skrifuS 1586 á tvídálka skinnhandrit frá
12. öld, þar sem i öðrum dálkinum er latnesk þýðing, en í hinum hefur ver-
ið frönsk þýðing, sem skafin er út, þótt sums staðar grilli í hana, og íslenzka
þýðingin skrifuð í hennar stað. En á 12. öld, í tið Jóns Ogmundssonar, var
einmitt við Hólaskóla franskur kennari, Rikini að nafni, og kann handritið
að hafa borizt með honum. (Skrá Árnasafns: Katalog IT, 31—32, Hánd-
skriftsfortegnelser, Kh. 1909, 82—83.)