Víðförli - 01.06.1950, Síða 60
58
VÍÐFÖRLl
sem augu hefur að sjá eða eyru að heyra, hvað svo sem ná-
kvæmninni líður.
En þættir þeii, sem hér hafa verið birtir úr þýðingu Odds, hafa
vafalaust einnig vakið athygli lesenda á því, hve við búum enn að
mörgu, sem frá Oddi er runnið. Sumt í Faðirvorinu hafa jafnvel
landsmenn allir nú líkara því, sem er hjá Oddi, en því, sem stend-
ur í síðustu Biblíu okkar. En um gildi þýðingar hans fyrir allt
síðara Biblíu- og kirkjumál á íslandi skal hér vitnað til þriggja
manna, sem hafa kynnt sér þau efni flestum öðrum fremur.
Tryggvi Þórhallsson taldi, að í síðustu biblíugerð okkar stæði enn
tiltölulega meira af þýðingu Odds en af þýðingu Lúters í síð-
ustu biblíuútgáfum Þjóðverja.1 Haraldur Níelsson, sem lagði mest
af mörkum til síðustu biblíuþýðingarinnar, sagði, að Oddur hafi
lagt undirstöður íslenzks biblíumáls, fjöldi orðatiltækja og lieilla
setninga úr þýðingu hans hafi staðið af sér allar endurskoðanir,
prýði enn Biblíuna íslenzku og daglegt mál þjóðarinnar.2 Og Jón
jjrófessor Helgason, sem kannað hefur mál Odds og stí 1 allra
manna rækilegast, segir, að í síðustu biblíuþýðingunni séu heilar
setningar að vísu „óvíða orðréttar eins og hjá Oddi, nema helzt í
guðspjöllunum, og sumu því raunar breytt, sem að ósekju hefði
mátt halda sér. En ómurinn frá honum er þráfaldlega mjög skýr,
og ýmsa talshætti úr Nýja testamentinu, sem heita mega hverjum
manni tamir, hefur hann mótað á vora tungu í upphafi í sömu
mynd eða mjög áþekkri og vér þekkjum þá nú.“3
III.
Þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu tók Guð-
brandur biskuji Þorláksson líka upp lítt breytta, er hann gaf út
Biblíuna alla í fyrsta sinn á íslenzku í stórglæsilegri myndskreyttri
!) Menn og menntir II, 544 nm.
2) Studier tilegnede Frants Buhl, Kh. 1925, 182—85, shr. og formáia'
Sigurðar Nordals fyrir Mon. typogr. Isl. I, 30—31.
3) Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 1.