Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 75
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
73
sinn: „útlögð á íslenzku“ (og þó segir raunar á titilblaðinu fyr-
ir Spámannabókunum: „útlagðar á norrænu“). Því er þó ekki
að fagna, að málið sé hér þeim mun íslenzkulegra en á eldri
Biblíunum sem ráða mætti af forsögninni. Prentað var hér eftir
Ýajsenhússbiblíu og sízt um Iiana bætt. Hér eru og felldar niður
—• auk formála Lúters — Apokryfu bækurnar, sem verið höfðu
í öllum útgáfunum til þessa, en þær eru útskúfaðar úr þeim ritn-
ingum, sem Brezka og erlenda biblíufélagið kostar. Annars er
þetta síðasta Biblían, sem rekja má beinlínis til Guðbrandsbiblíu,
þótt afturförin sé orðin geysileg, svo að hjá henni sé hún ekki
nema svipur hjá sjón, hvorki að máli né búnaði. Steinsbiblía ein
er dönskuskotnari, engin töturlegri.
X.
i\ú verða mikil þáttaskil í biblíugerðásögunni, er við útgáfum
ritningarinnar tekur Hið íslenzka biblíufélag. Það var stofnað í
Reykjavík 10. júlí 1815 fyrir atbeina Hendersons, sem víða fór
á vegum biblíufélagsins brezka og hafði m. a. komið á laggirnar
danska biblíufélaginu 1814. Hér á landi dvaldist hann 1814—15
og skrifaði um ferð sína hingað góða bók, sem hér hefur oft
verið vitnað til. Hið íslenzka biblíufélag, sem er einu ári eldra
en Bókmennlafélagið, mun vera elzta félag íslenzkt, sem enn á
að heita með lífsmarki. En á vegum þess komu út tvær næstu
Biblíurnar íslenzku, 6. og 7. útgáfan, í Viðey 1841 og Reykjavík
1859, auk tveggja útgáfna á Nýja testamentinu sérstaklega, í
l'iðey 1827 og Reykjavík 1851.1
Fyrsta verk félagsins er því prentun Nýja testamentisins 1827,
J) Um stofnun og starfsemi Hins íslenzka biblíufélags, sjá m. a.:
L. Henderson: Iceland II, 169—79; Thulia S. Henderson: Memoir of the
Rev. E. Henderson, London (1859), 100—175; Pétur Pétursson: Skýrsla
um gjörSir og fjárhag Hins íslenzka biblíufélags, Rvk 1854; Þorvaldur
Lhoroddsen: Ævisaga Péturs Péturssonar biskups, Rvk. 1908, 207—18;
Haraldur Níelsson: Studier tileg. Buhl, 189—92; Magnús Már Lárusson:
Ur sögu Hins íslenzka biblíufélags, Víðförli 1949, 55—60; sami, Kirkjuritið
1949, 344—50.