Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 80
78
VÍÐFÖRLI
GRÚTARBIBLÍA:
Og eg geymdi sláturs sauSina fyrir
þeirra vesölu sauða skuld, og eg tók
stafi til mín, þann eina kallaði eg
sætleika, en þann annan kallaði eg
sorg, og geymdi sauðina. (Sak. 11,7.)
ÞÝÐING SVEINBJARNAR:
Eg gjörðist nú hirðir skurðarsauð-
anna — það var í sannleika aumt fé!
— Eg tók mér tvo stafi, kallaöi ann-
an þeirra Líknarstaf, en hinn Harma-
staf, og gætti nú fjárins.
I Biblíunni síðustu hljóða þessi lokaorð svo: „Tók eg mér Ivo
stafi; kallaði eg annan þeirra Hvlli og íiinn Sameining. Gætti eg
nú fjárins.“
Yfirleitt er [týðing Sveinbjarnar grundvöllurinn að máli nýju
þýðingarinnar á þeim bókum, sem hann sneri, og margt hið svip-
mesla er þar frá honum komið, t. a. m.:
Höfði mínu var faldað með marhálmi. (Jónas 2,6).
Vei hinni blóðseku borg. (Nah. 3,1).
Öll varnarvirki þín eru sem fíkjutré með árfíkjurn; séu þau
skekin, falla fíkjurnar þeim í munn, sem þær vill eta. (Nah. 3,12).
Er ekki þessi eins og brandur úr báli dreginn? (Sak. 3,2), sbr.
Grútarbiblíu: Er þetta eigi einn brandur, sem af eldinum er út-
gripinn?
Fyrir kemur, að betur fer á máli nýju þýðingarinnar en Svein-
bjarnar, t. a. m. segir hjá honum: Eg sendi yður þá plágu, að korn-
ið sviðnaði og gulnaði (Amos 4,9), en nú: Eg refsaði yður með
korndrepi og gulnan. Breytt er og um orð eins og innbyggjendur
og nokkur fleiri, sem falla ekki nútíðarmönnum.
En víðast hvar hefur þó stíllinn sett ofan, eins og nú skal sýr.t
með dæmum, og verður þá fyrr sett nýja þýðingin (í vinstra dálk).
NÝJASTA ÞÝÐING:
En lyft þú upp staf þínum og rétt út
hönd þína yfir hafið og kljúf það, og
ísraelsmenn skulu ganga á þurru
mitt í gegnum hafið.1
(II. Mós: 14,16.)
ÞÝÐING SVEINBJARNAR:
En þú lyít upp staf þínum og rétt út
hönd þína yfir hafið og skipt því í
sundur, og skulu þá ísraelsmenn
þurrum fótum ganga mega gegnum
sjóinn.
1) Hér er farið miklu nær þýðingu Grútarbiblíu en Sveinbjarnar.