Víðförli - 01.06.1950, Page 6
4
VÍÐFÖRLI
hér segir: I fyrsta lagi: Prédikunin hætti að vera virkilega biblíu-
leg, hún sveigði fyrir kröfum samlíðarinnar, varð vörn, (ekki
sókn), textinn var aðeins lesinn upp til málamynda og lopinn
síðan spunninn af bláþráðum sálfræðilegra hugleiðinga eða gliti
mælskunnar, oftast án verulegs sambands við hinn opinberaða
sannleika. Prédikunin leiddi söfnuðinn ekki inn í hugarheim Bibl-
íunnar og vakti engan þorsta eftir Guðs lifanda orði. / öSru lagi:
Safnaðarfræðslan var vanrækt, nema að því leyti sem sunnudaga-
skólar voru starfræktir, en sú uppfræðsla, sem þeir einir anna,
er allsendis ófullnægjandi. Og fullorðnum safnaðarmeðlimum var
ekki látin nein hjálp í té, þeir vöndust frá Biblíunni, hún varð
þeim ókunn, menn lærðu aldrei að skoða líf sitt í hennar ljósi.
I þrifija lagi: Biblían missti ítök sín í heimilislífinu, hin daglegi
Iestur hennar, húslesturinn, hvarf. Biblían varð, ef hún var til á
heimilinu, ekki hinn daglegi förunautur og veganesti, heldur rúm-
fylli á hillu eða í skáp. Blöðin, útvar])ið, kvikmyndirnar, verða
hinar andlegu næringarlindir.
Þannig farast þessum höf. orð. Þó gefur hún bók sinni heitið:
„Enduruppgötvun Biblíunnar“. Og það er ýmislegt, sem bendir
til þess, að það sé ekki aðeins hvetjandi vakningarorð, heldur vís-
bending um það, að straumurinn hafi snúið við og liggi nú aflur
áleiðis til Biblíunnar. Höfundur bendir á eftirfarandi atriði til
merkis um það: I fyrsta lagi: Það gengur dómur yfir heiminn á
vorum tímum. Menn virðast teknir að sjá, að menning, sem er
guðlaus og byggir aðeins á efnislegum verðmætum og tækni,
stenzt ekki, heldur ber dauðann í sér. Það hrun, sem átt hefur
sér stað í vorri samtíð, hrellingar og hrun tveggja heimsstyrjalda,
er í sjálfu sér staðfesting hins fornkveðna, að Guð lætur ekki að
sér hæða og að fráfall frá honum er að ganga dauðanum og glöt-
uninni á vald. Hinir fornu spámenn höfðu sagt þetta, en vér
höfðum gleymt varnaðarorðum þeirra. En í dag rætast dómsorð
þeirra fyrir augunum á oss öllum. I öðru lagi: Þrátt'fyrir alla
afkristnun, þrátt fyrir það þótt dýpt hins kristna boðskapar hafi
víða verið hjúpuð og hulin, þá vakir þó með möigum mönnum
vitundin um það, að allt, sem verðmætast er í vestrænni menningu.