Víðförli - 01.06.1950, Page 6

Víðförli - 01.06.1950, Page 6
4 VÍÐFÖRLI hér segir: I fyrsta lagi: Prédikunin hætti að vera virkilega biblíu- leg, hún sveigði fyrir kröfum samlíðarinnar, varð vörn, (ekki sókn), textinn var aðeins lesinn upp til málamynda og lopinn síðan spunninn af bláþráðum sálfræðilegra hugleiðinga eða gliti mælskunnar, oftast án verulegs sambands við hinn opinberaða sannleika. Prédikunin leiddi söfnuðinn ekki inn í hugarheim Bibl- íunnar og vakti engan þorsta eftir Guðs lifanda orði. / öSru lagi: Safnaðarfræðslan var vanrækt, nema að því leyti sem sunnudaga- skólar voru starfræktir, en sú uppfræðsla, sem þeir einir anna, er allsendis ófullnægjandi. Og fullorðnum safnaðarmeðlimum var ekki látin nein hjálp í té, þeir vöndust frá Biblíunni, hún varð þeim ókunn, menn lærðu aldrei að skoða líf sitt í hennar ljósi. I þrifija lagi: Biblían missti ítök sín í heimilislífinu, hin daglegi Iestur hennar, húslesturinn, hvarf. Biblían varð, ef hún var til á heimilinu, ekki hinn daglegi förunautur og veganesti, heldur rúm- fylli á hillu eða í skáp. Blöðin, útvar])ið, kvikmyndirnar, verða hinar andlegu næringarlindir. Þannig farast þessum höf. orð. Þó gefur hún bók sinni heitið: „Enduruppgötvun Biblíunnar“. Og það er ýmislegt, sem bendir til þess, að það sé ekki aðeins hvetjandi vakningarorð, heldur vís- bending um það, að straumurinn hafi snúið við og liggi nú aflur áleiðis til Biblíunnar. Höfundur bendir á eftirfarandi atriði til merkis um það: I fyrsta lagi: Það gengur dómur yfir heiminn á vorum tímum. Menn virðast teknir að sjá, að menning, sem er guðlaus og byggir aðeins á efnislegum verðmætum og tækni, stenzt ekki, heldur ber dauðann í sér. Það hrun, sem átt hefur sér stað í vorri samtíð, hrellingar og hrun tveggja heimsstyrjalda, er í sjálfu sér staðfesting hins fornkveðna, að Guð lætur ekki að sér hæða og að fráfall frá honum er að ganga dauðanum og glöt- uninni á vald. Hinir fornu spámenn höfðu sagt þetta, en vér höfðum gleymt varnaðarorðum þeirra. En í dag rætast dómsorð þeirra fyrir augunum á oss öllum. I öðru lagi: Þrátt'fyrir alla afkristnun, þrátt fyrir það þótt dýpt hins kristna boðskapar hafi víða verið hjúpuð og hulin, þá vakir þó með möigum mönnum vitundin um það, að allt, sem verðmætast er í vestrænni menningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.