Víðförli - 01.06.1950, Side 56
54
VÍÐfÖRLI
þeirra: Eigi skulu þér hræðast, sjáið, því að eg boða yður mik-
inn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnar
inn fæddur, sá að er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið
það til merkis: Þér munu finna barnið í reifum vafið og lagt
vera í jötuna. Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi
himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í
upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji.
Og þá er englarnir fóru frá þeim aftur til himins, töluðu hirð-
arnir sín á milli: Göngu vér allt til Bethlehem og sjáum þau
merki. er þar hafa skeð og Drottinn hefir kunngjört oss. Og
þeir komu með skunda og fundu Maríu og Jóseph og barnið
liggja í jötunni. En þá er þeir höfðu það séð, víðfrægðu þeir það
orð út, sem þeim var sagt af þessu barni, og allir þeir það hevrðu
undruðust það, hvað þeim var af hirðurunum sagt. En María
varðveitti öll þessi orð og rótfesti í sínu hjarta. Og fjárhirðarnir
sneru afur, dýrkandi og lofandi Guð um allt það, hvað þeir
höfðu heyrt og séð, og eftir því, sem þeim var sagt.“ (Lúk.
2. 1—20).
Næst skal farið með Faðirvorið, þar sem síðari hluti ávarpsins
ber það þegar með sér, að þýtt er úr þýzku, þótt annars liafi
Oddur vafalaust að miklu leyti fellt þýðingu sína að ríkjandi
mynd Faðirvorsins:
„Faðir vor, sá þú ert á himnum. Helgist nafn þitt. Til komi
þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í
dag vort dagligt brauð. Og fyrirlát oss vorar skuldir, svo sem
vér fyrirlátum vorum skuldunautum. Og innleið oss eigi í freistni,
heldur frelsa þú oss af illu, því að þitt er ríkið, máttur og dýrð
um aldir alda. Amen.“ (Matt. 6,9—13).
í Lúkasarguðspjalli (11,2—4) hljóðar þetta svo hjá Oddi:
„Faðir vor, sá þú ert á himnum. Helgist nafn þitt. Til komi ríki
þitt. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag
vort dagligt brauð. Og fyrirgef oss vorar syndir, svo sem vc'r fyr-
irgefum vorum skuldunautum. Og leið oss eigi í freistni, heldur
leys oss frá illu.“
1 þessum myndum er því Faðirvorið fyrst prentað á íslenzku.