Víðförli - 01.06.1950, Page 12
10
VÍÐFÖRLI
Gyðingum hneyksli, Grikkjum lieimsku, en þeim, sem trúa, Krist,
kraft GuSs og speki GuSs.
Það vakna margar spurnihgar, þegar þú lýkur upp Biblíunni
ög ferð að lesa, það er satt. En þær spurningar þagna, þegar þú
gerir þér ljóst, að hún er sjálf ein óslitin spurning til þín, spurn-
ingin, sem varpað var fram að upphafi mannkynssögunnar og
síðan hvílir yfir hverjum einstökum af oss, spurning Guðs: Mað-
ur, hvar ertu? Á hvaða leið ertu? Það er þessi spurning, spurning
Guðs, sem mætir oss á blöðum Biblíunnar, og hún þaggar allar
aðrar. Það er lalað um hiblíugagnrýni, gagnrýni vor mannanna á
Biblíunni. Biblían sjálf talar um aðra gagnrýni, gagnrýni Guðs
orðs á manninum. Hebreahréfið orðar það svo: Guðs orð er lif-
andi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur
inn í innstu fylgsni sálar og anda og dæmir hugsanir og hug-
renningar hjartans. Og Páll lýsir því, sem gerizt, þegar ljós þess
anda, sem í Biblíunni starfar, snertir manninn: Leyndardómar
hjarta hans verða opinberir og síðan mun hann falla fram á ásjónu
sína og tilbiðja Guð.
En Biblían er ekki fyrst og fremst spurning, sem Guð varpar
fram þannig, að hann láti síðan manninn um svarið. Hún er
Guðs svar að fyrra bragði. Hún bendir á Guðs veg til mannanna,
sýnir, hvað Guð hefur gert til þess að finna manninn og bjarga
honum. Hún birtir þeim, sem til hennar leitar, Guðs stórmerki,
sem hann hefur til vegar komið til þess að koma á sambandi,
sáttmála milli sín og mannanna. Og hún hvetur lesandann til þess
að trúa því, að einnig hann sé innifalinn í þessu Guðs verki. Þetta
snertir þig. Trúðu á það. Treystu því. Taktu afleiðingunum af því.
Þú mætir í Biblíunni þeim Guði, sem útvaldi Israel sem sinn
lýð í Abraham og gaf honum lögmál sitt fyrir Móse, þeim Guði,
sem gaf fyrirheitið um Messías, Frelsarann, sem koma skvldi i
fyllingu tímans, þeim Guði, sem eftir að hafa agað og fóstrað
ísrael, upjrfyllti fyrirheitið, er hann sendi son sinn til þess að
sætta heiminn við sig og skapa sér í honum nýjan eignarlýð, frum-
gróða ríkis síns á jörð.
Vér tölum um Biblíuna og finnum til þess, að hún er um of