Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 5
HVORT SKILUR ÞÚ?
o
enn fyrir endann á afleiðingum hennar. Mennirnir telja sig geta
komizt af án Guðs, þetta er tákn og einkenni vorra tíma. Guðs-
afneitun liefur að sjálfsögðu alltaf verið til, en það, sem við
blasir í dag, er að slík afstaða hefur náð tökum á milljónunum —
þ. e. a. s., að menn snúi, ekki aðeins í skoðunum, heldur í dag-
legu lífi, haki við Guði hinnar kristnu kirkju. Einhverjir kunna
að segja, að þessi ummæli byggist á of mikilli svartsýni. En ein
staðreynd sannar þetta því miður á dapurlegan hátt: Vaxandi, al-
menn vanþekking á Biblíunni. Það, sem talið hefði verið óhugs-
andi í þeim efnum fyrir 40 árum er orðið staðreynd í dag . ..
Biblían er þegar á mörgum stöðum orðin óþekkt bók“.
Þetta segir hinn enski maður og vafalaust má þó fullyrða það,
að í þessum efnum séu Englendingar hetur á vegi staddir en flest-
ar þjóðir aðrar.
Þetta er án nokkurs vafa alvarlegasta vandamál kirkjunnar í
heild sinni nú á tímum, ekkert, sem eins kallar að um alvarlega
íhugun og þetta, líka hér á landi, og vísast ekki sízt hér á landi
nema framar væri flestum löndum öðrum.
Ég fékk í hendur bók ekki alls fyrir löngu. Die Wiederent-
deckung der Bibel, heitir hún, Enduruppgötvun Biblíunnar. Hún
er skráð af konu, sem árum saman hefur starfað að kirkjulegum
alþjóðamálum og vinnur á vegum alþjóðlegra kirkjustofnana í
Genf og bók sína hefur hún skráð í samráði við þá aðila. Þegar
þessi höf. horfist í augu við það vandamál, sem hér var að vikið,
þá slær hún þegar föstu, að það alvarlegasta og ískyggilegasta sé
ekki þessi staðreynd, sem allstaðar gætir í öllum löndum hins
forna, kristna heims, að mikill fjöldi manna losnar að mestu úr
lifandi tengslum við kirkjuna, stórum alvarlegri, segir höf., er af-
kristnun sjálfrar kirkjunnar. Þarna, úr þessari Hliðskjálf alþjóð-
legra samskipta, þar sem þræðir koma saman úr mörgum löndum
og öllum kirkjudeildum, hefur þessari spurningu verið- varpað
fram til athugunar: Iíver hefur afstaða kirkjunnar sjálfrar verið
til Biblíunnar? Höf. svarar: Rannsókn á safnaðarlífinu, eins og
það hefur verið í mörgum kirkjum mótmælenda á síðasta hluta
19. og fyrsta hluta 20, aldar, leiðir til þeirrar niðurstöðu, sem