Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 9
HVORT SKILUR ÞÚ?
7
lífakkeri sitt, Biblíuna. Á alþjóðlegu kritniboðsþingi, sem haldið
var í Madras 1938, var gerS svofelld áskorun um þetta: „Eigi
kirkjan að endurheimta trú sína, kraft hennar og sérmót, þá er
eitt, sem leggja þarf sérstaka áherzlu á r.ú á tímum, það, að líf
hennar verður sífellt að nærast af Heilagri Ilitningu. Vér leyfum
oss því að kveðja alla kristna menn til trúrri og kostgæfilegri
biblíulesturs, því að Biblían hefur á öllum tímum verið meistari
og móðir kristinnar trúar. Því aðeins geta kristnir menn gegnt
köllun sinni í umróti og afneitun samtíðar vorrar, að þeir leiti
í bæn leiðsagnar Heilags anda við 1 jós Biblíunnar“.
Gagnvart slíkri brýningu sem þessari vakna ýmsar spurningár
njá mörgum. Hvernig eiga þeir að lesa Biblíuna? Þeir hafa e. t.-v.
gert tilraun til þess að lesa hana, jafnvel að staöaldri, en það
hefur ekki reynst þeim auðvelt verk. Þá hefur rekið í vörðurnar.
Það verður svo margt fyrir, sem er torskilið eða óskiljanlegt. Stíll-
inn er framandi, orðasambönd tyrfin og flókin, oft alls óljóst,
hvað fyrir höfundunum vakir o. s. frv. Þú, sem þannig kannt að
hugsa eða slíkt kannt að hafa reynt, ert ekki einn um þetta og
þetta er ekki heldur nýtt.
I áttunda kap. Postulasögunnar er sagt frá langferðamanni,
sem var á ferð eftir veginum frá Jerúsalem til Gasa. Hann var frá
Abessíníu. Filippus, einn af postulum Drottins, var einnig á ferð
um sömu mundir, og svo vildi til, myndi nútiðarmaðurinn segja,
að fundum þessara tveggja bar saman. Postulasagan segir hins-
vegar: Engill Drottins sagði við Filippus: Far þú þessa leið! Og
hann fór þá leið, sem leiddi hann í veg fyrir útlendinginn, þar sem
hann sat í vagni sínum og las spádómsbók Jesaja. Hann las upp-
hátt. Filippus spurði: „Hvort skilur þú það, sem þú ert að lesa?“
Hinn kvaðst ekki skilja. „Hvernig ætti ég að geta það nema ein-
hver leiðbeini mér.“ Og hann bað Filippus að setjast hjá sér í
vagninn. En kaflinn, sem ferðamaðurinn var að lesa, var sá, sem
þessi orð eru í: Eins og sauður var hann til slátrunar leiddur og
eins og lambið þegir hjá þeim, er klippir það, eins lýkur hann ekki
upp munni sínum. Maðurinn spurði: „Um hvern er þetta sagt?
Segir spámaðurinn þetta um sjálfan sig eða einhvern annan?“ Og