Víðförli - 01.06.1950, Page 15
VORU UNGBÖRN SKÍRÐ í FRUMKRISTNI?
13
ar veikja tengsl skírnarinnar við Krist: Jesús skírði ekki sjálfur,
a. m. k. ekki á sínum opinbera starfstíma*).
Málið horfir sem sé þannig við, að Jóhannes skírari skírir að
hætti Gyðinga, þegar trúskiptingar áttu í hlut, Jesús skírir ekki, en
eftir dauða hans skírir frumsöfnuðurinn. Hvað hefur gerzt? Hef-
ur frumsöfnuðurinn blátt áfram tekið Jóhannesar-skírnina upp
aftur? Hvað skilur þá skírn til Krists, sem postularnir iðka, og
skírn Jóhannesar til syndafyrirgefningar? Hvað er nýtt við skírn
frumkristninnar og er hún frá Kristi runnin, úr því hann hefur x
lifanda lífi hvorki sjálfur skírt né skapað hið ytra form hennar?
Jóhannes skírari skilgreirxir muninn skv. Mt 3,11 og Lk 3,16:
Eg skíri yður með vatni til iðrunar, . . . hann mun skíra yður með
heilögum anda og eldi. Eldur mun tákna efsta dóm, — skírn Krists
verður ekki aðeins til undirbúnings undir komu guðsríkisins, hún
verður innganga inn í guðsríkið sjálft. En á millibilsskeiðinu milli
komu hans og endurkomu, þ. e. á lífsskeiði kirkjunnar, er úrslita-
þýðing Messíasar-skírnarinnar gjöf heilags anda. Sú gjöf er pant-
ur, frumgróði, (arrabón, aparke,) forsmekkur guðsríkisfyllingar-
innar, enda nefnir Mk þá gjöf eina.
Hið nýja, sem kristin skírn veitii’, er sem sé gjöf andans, —
hvorki Jóhannesar-skírnin né trúskiptaskírn Gyðinga hafði veitt
þá gjöf. Og þessi gjöf grundvallast á persónu og verki Krists, —
úthelling andans byggist á dauða hans og upprisu og verður á
hvítasunnudag. Þá verður og kirkjan til, fædd af andanum og
vettvangur hans. Það er fyrst frá og með þeirri stundu sem kristi-
leg skírn verður möguleg. Þannig segir og Postulasagan frá fyrstu,
kristnu skírnarathöfninni í sambandi við frásögnina af hvítasunnu-
viðburðinum. Pétur lýkur ræðu sinni, þar sem hann hefur útlistað
hvítasunnuundrið, með þessari brýningu: „Gjörið iðrun og sérhver
yðar láti skírast í nafni Jesú Krists“ (Post. 2,38). Það, sem átt
*) Jóh. 3,22 segir þó, að hann hafi skírt. En í næsta kap., 4,2, er þetta
leiðrétt: Hann skír'ði ekki sjálfur, heldur lærisveinar hans. Sennilega er
þetta vers síðari athugasemd. Sé svo, gæti 3,22 lotið að fyrra skeiði í ævi
Jesú, þegar hann var sjálfur lærisveinn Jóhannesai skirara. F.n livað sem
um það er: Jesús hefur ekki skírt á opinberu starfsskeiði sínu.