Víðförli - 01.06.1950, Page 87
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
85
leysisverk að ætla sér að gera Faðirvorið að tízkufyrirbæri með
sífelldum breytingum, sem haldið hefur nú verið uppi á aðra öld,1
og nú er það loks hvað eftir annað prentað í þeirri mynd, sem
enginn leggur sér í munn, ekki einu sinni prestarnir í stólnum.
Því að af þessu tvennu, efnisnákvæmni og málfegurð, verður stíl-
göfgin vænlegri en stafkrókasmásmyglin til að ryðja ritningunni
braut inn að hjörtum manna.
Kn hverjar, sem búningsbreytingar hennar verða, stendur samt
óbreyttur kjarninn, inntakið, boðskapurinn, fagnaðarerindið, kær-
leikurinn, sem „doðnar aldrei, þótt spádómurinn hjaðni og tungu-
málunum sloti.“
J) Faðirvorið er ekki eins í neinum tveimur myndum í 5 síðustu gerð-
um Biblíunnar: 1813, 1841 ( = 1859), 1866, 1908 og 1912. Meira að segja er
eitt tilbrigðið enn í Nýja testamentinu 1906.