Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 93
AUSTUR EÐA VESTUR?
91
kirkjan geti ekki leitt þessi átök lijá sér, vegna þess aS hinn kristni
boðskapur sé í húfi. Því verður ekki neitað, að kirkjan sætir veru-
legum takmörkunum á þeim svæðum, sem lúta Moskvu, takmörk-
unum, sem ekki snerta aðeins ytri aðstöðu, fjárhag og forn rétt-
indi, svo sem þau að mega kenna í skólum og mennta kristna
kennara og prédikara. Daglega hljótum vér að hugsa til hinna
mörgu bræðra, sem hafa orðið að fara í fangelsi og vér getum ekki
náð til með neina hjálp nema fyrirbæn. Og þó er þetta ekki öil
sagan. Vér vitum, að frelsið til að flytja fagnaðarerindið er slöð-
ugt heft og skert. Vér höfum fulla ástæðu til að vera uggandi.
Og það er ekki rétt aÖ gera lítið úr þessum erfiðleikum og segja,
að þetta séu aðeins áróðursýkjur.
Þvert á móti: Vér höfurn enn gildari rök fyrir gagnrýni. Það er
skylda vor að benda á, að ótaldir menn á Austursvæðunum eru
undir þungu andlegu oki, sökum þess að þeir eru ekki lengur
frjálsir orða sinna né gjörða. Þeir vita, að líf og eign er í hættu
ef þeir segja það, sem í brjósti býr, Þeir eru rændir hinum eigin-
legu og atkvæðamestu „mannréttindum“. Þetta ástand er óþolandi
vegna þess, að óttinn verður að múrvegg tortryggninnar manna
á milli, en án gagnkvæms trausts geta menn ekki lifað saman. Það
er ekki aðeins tilvera kirkjunnar, sem er í húfi austur þar, en
hana uggir, og ekki að ástæðulausu, að athafnafrelsi hennar verði
skert svo, að henni verði vart vært. I rúmasta skilningi er barizt
um manninn, þ. e. um réttinn til þess að taka sjálfstæða ákvörð-
un, um líf í persónulegri ábyrgð, um persónugildi mannsins. Þar
sem frelsinu til að lifa í persónulegri ábyrgð er hafnað, hættir
maðurinn að vera maður. Þá er hann orðinn gripur í búfjárhjörð,
hnaus í hleðslu, tala í dálki.
Það er þessi ógnandi hætta, sem vekur oss slíkan ugg, er vér
horfum til austurs. Og óttinn verður ekki minni, þegar vér minn-
umst þess, sem vér lifðum á tímum nazismans. Þá ógnaði sama
hættan og hafði nærri tortímt oss — sem mönnum. Vér risum
gegn þessu sem kirkja, sem söfnuður Jesú Krists, sem kristnir menn.
Það virðist liggja beint við að gera hið sama nú. Þess vegna á
krossferðar-slagorðið svo mikilli samúð að mæta. „Guð vill það.“