Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 51
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
49
Tiltölulega lítið hefur þó varðveitzt frá kaþólskum tímum af
íslenzkum þýðingum úr Biblíunni sjálfri, og eru það aðeins brot,
telld inn í önnur guðræknirit. Til er íslenzk hómilíubók (prédik-
anasafn) í eftirriti frá því um 1200, nú geymd í konunglegu
bókhlöðunni í Stokkhólmi og eitt af mestu gersemum hennar
(útg. af Wisén í Lundi 1872). Ásamt norskri hómilíubók, sem til
er frá svipuðu leyti, er þetta lengsti texti, sem til er á norrænu
máli frá svo fornum tíma. Biblíuþýðingabrot íslenzku hómilíu-
hókarinnar eru með fallegum blæ og yfir þeim einhver heillandi
ferskleiki. Frásögnin af brúðkaupinu í Kana hljóðar þar t. a. m.
á þessa lund:
„Brúðkaup var gört í Galilea á bæ þeim, er Kana heitir, og
var þar móðir Jesú. Og var boðið þangað Jesú og lærisveinum
hans (,,ejus“). En er vín þraut að samkundu, þá mælti móðir
Jesú við Jesúm: Eigi hafa þeir vín. Jesús svaraði: Hvað er með
mér og þér, kona? Eigi er enti komin stund mín. Þá mælti móðir
Jesú við reiðu-menn: Görið ér það, er Jesús býður yður. En
vatnker sex stóðu þar, þau er í lágu málskjólur tvennar eða
þrennar. Jesús mælti við reiðu-menn: Fyllið ér steinkerin vatns.
En þeir fylltu þá. Þá mælti Jesús: Ausið ér upp nú og færið
arkitriclino (o: kæmeistara). Og þeir færðu. Öndvegis-maður
bergði vatni því, er að víni var orðið, og vissi eigi, hvaðan
(,,unde“) komið var — reiðu-menn vissu, er vatn höfðu upp
ausið. Þá kallaði öndvegis-maður á brúðguma og mælti við hann:
Hver annarra gefur fyrst gott vín, en síðan eð verra, þá er menn
eru drukknir. En þú hirðir gott vín (,,uínum“) allt til þessa.
Þessa jartein görði Jesús fyrsta í augliti lærisveina sinna og
sýndi þeim dýrð sína, og trúðu á hann lærisveinar hans.“
Úr íslenzku hómilíubókinni skulu enn aðeins tilfærðir þessir
ritningarstaðir:
Munt eigi þú draga miðgarðsorm1 á öngli eða bora kinnar
(,,kiðr“) hans með baugi? (Job, 40,24).
’) Handritarinn hefur skrifað þetta orð yfir „leviaþan", sern i textan-
um stendur.