Víðförli - 01.06.1950, Page 77

Víðförli - 01.06.1950, Page 77
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 75 leitað til frummálanna, heldur farið eftir dönskum og þýzkum þýðingum. M. a. er þýzk heimildarnotkun augljós af skemmti- legri villu í Fyrri konungabók 9,24, sem hljóðar hér: „Jedok dóttir Faraós kom úr Davíðs stað í sitt hús“, þar sem í þýzkunni hefur staðið: „Jedoch die Tochter Pharaos zog herauf von der Stadt Davids in ihr Haus“, og séra Árni hefur hér skilið „jodoch* 1' (þó, samt sem áður) svo sem væri það heitið á dóttur Faraós. Þannig hafa einstaka nýjar villur slæðzt inn í þessa þýðingu, þótt þær séu fáar og smáar hjá öllu því, sem hér er breytt til bóta. Biblían 1859 er svo endurprentun Viðeyjarútgáfunnar, og er ritningin öll þá í fyrsta sinn prentuð í Reykjavík, enda hafði þá prentverk ekki staðið þar nema í 15 ár. I þessum tveimur út- gáfum biblíufélagsins íslenzka eru Apokryfu bækurnar í síðasta sinn prentaðar í íslenzkum Biblíum. En 1931 komu Apokryfu bækurnar út einar sér á kostnað íslenzka félagsins í nýrri þýð- ingu Þórhalls biskups Bjarnarsonar, Haralds Níelssonar, Sigurð- ar P. Sívertsens og Asmundar Guðmundssonar.1 Það er síðasta bókin, sem Hið íslenzka biblíufélag hefur staðið að. Fyrir gildi og afrekum félagsins má gera sér grein í fáum dráttum: Það flytur biblíuútgáfurnar aftur heim til Islands eftir aldarlanga útlegð. Það tekur við af einni aumustu biblíuútgáf- unni íslenzku og gerir úr garði einhverjar hinar ágætustu. Að ytra frágangi báru ritningar þess mjög af Kaupmannahafnarútgáf- unum, þótt ekki jöfnuðust þær neitt nándar nærri við fyrstu Hóla- biblíurnar tvær, enda ekki að því stefnt. Hér var í fyrsta sinn nokkuð þýtt beint úr frummálunum í prentuðum Biblíum íslenzk- um. Og sumar bækurnar bera hér að máli og stíl af öllum biblíu- þýðingum okkar allt til þessa dags, þar sem eru þýðingar Svein- bjarnar Egilssonar. Það er sá skerfur, sem hann hefur lagt til O Af apokryfum ritiím hefur einnig veriS prentuS Hin þriSja Makkabea- bók, „þýdd á íslenzku í fyrsta sinn eftir hinu gríska frumriti“ af SigurSi Brynjólfssyni Sívertsen og Jóni Þorkelssyni, Kh. 1869. En hún er líka til i uppskrift frá 1784, sögS þýdd úr latínu 1595 af séra Oddi Stefánssyni í Gaulverjabæ (JS 49, 8vo).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.