Víðförli - 01.06.1950, Page 77
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
75
leitað til frummálanna, heldur farið eftir dönskum og þýzkum
þýðingum. M. a. er þýzk heimildarnotkun augljós af skemmti-
legri villu í Fyrri konungabók 9,24, sem hljóðar hér: „Jedok
dóttir Faraós kom úr Davíðs stað í sitt hús“, þar sem í þýzkunni
hefur staðið: „Jedoch die Tochter Pharaos zog herauf von der
Stadt Davids in ihr Haus“, og séra Árni hefur hér skilið „jodoch* 1'
(þó, samt sem áður) svo sem væri það heitið á dóttur Faraós.
Þannig hafa einstaka nýjar villur slæðzt inn í þessa þýðingu,
þótt þær séu fáar og smáar hjá öllu því, sem hér er breytt til
bóta.
Biblían 1859 er svo endurprentun Viðeyjarútgáfunnar, og er
ritningin öll þá í fyrsta sinn prentuð í Reykjavík, enda hafði
þá prentverk ekki staðið þar nema í 15 ár. I þessum tveimur út-
gáfum biblíufélagsins íslenzka eru Apokryfu bækurnar í síðasta
sinn prentaðar í íslenzkum Biblíum. En 1931 komu Apokryfu
bækurnar út einar sér á kostnað íslenzka félagsins í nýrri þýð-
ingu Þórhalls biskups Bjarnarsonar, Haralds Níelssonar, Sigurð-
ar P. Sívertsens og Asmundar Guðmundssonar.1 Það er síðasta
bókin, sem Hið íslenzka biblíufélag hefur staðið að.
Fyrir gildi og afrekum félagsins má gera sér grein í fáum
dráttum: Það flytur biblíuútgáfurnar aftur heim til Islands eftir
aldarlanga útlegð. Það tekur við af einni aumustu biblíuútgáf-
unni íslenzku og gerir úr garði einhverjar hinar ágætustu. Að
ytra frágangi báru ritningar þess mjög af Kaupmannahafnarútgáf-
unum, þótt ekki jöfnuðust þær neitt nándar nærri við fyrstu Hóla-
biblíurnar tvær, enda ekki að því stefnt. Hér var í fyrsta sinn
nokkuð þýtt beint úr frummálunum í prentuðum Biblíum íslenzk-
um. Og sumar bækurnar bera hér að máli og stíl af öllum biblíu-
þýðingum okkar allt til þessa dags, þar sem eru þýðingar Svein-
bjarnar Egilssonar. Það er sá skerfur, sem hann hefur lagt til
O Af apokryfum ritiím hefur einnig veriS prentuS Hin þriSja Makkabea-
bók, „þýdd á íslenzku í fyrsta sinn eftir hinu gríska frumriti“ af SigurSi
Brynjólfssyni Sívertsen og Jóni Þorkelssyni, Kh. 1869. En hún er líka til
i uppskrift frá 1784, sögS þýdd úr latínu 1595 af séra Oddi Stefánssyni í
Gaulverjabæ (JS 49, 8vo).