Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 89
AÐSTOÐIN VIÐ EVANGELISKAR KIRKJUR EVRÓPU
87
Það var með nokkrum kvíða, að ég réðst í þetta. Hvorld ég,
Ostenfeld eða aðrir þekktum þá menn, sem að mótinu stóðu
né fyrirætlanir þeirra. Ég gat þó komið á laggirnar danskri
móttökunefnd og fékk lánað hið stóra samkomuhús Heimatrúboðs-
ins, „Bethesda“. Þáverandi framkvæmdastjóri Heimatrúboðsins,
séra Axel Malmström (nú biskup), bjó húsið í haginn fyrir ráð-.
stefnuna. Annar ágætur stuðningsmaður var bókaútgefandinn 0.
Lohse, sem prentaði m. a. söngbók, sem ég hafði safnað í sáhn-
um frá ýmsum kirkjum og á ýmsum málum.
Fimmtudaginn 10. ágúst 1922 hófst svo ráðstefnan, sem getið
er í kirkjusögunni undir nafninu „Bethesda-ráSstefnan '. Það vai
nefrdlega fyrsta evangeliska alkirkjuráðstefnan, sem sagan getur
um. Á fundinum í Edinborg 1910 höfðu safnazt saman fulltrúar
frá nokkrum kirkjum, sem aðeins unnu að kristniboði, og var
það því ekki fundur kirkjuleiðtoga eins og nú. Það voru viður-
kenndir leiðtogar kirknanna, sem söfnuðust saman í Bethesda, og
ég ætla hér að nefna nokkra þeirra, þar senr það eru yfirleilt
þekkt nöfn: Lauritz Larsen, Arthur J. Brown og Macfarland frá
Ameríku, Haase (Austurríki), Rey (Belgía), Fleming, Nightin-
gale og Gilp frá Stóra-Bretlandi, Soucek og Janoska (Tékkóslóva-
kía), Kukk (Estland), Gummerus (Finnland), Bach og Monod
(Frakkland), Kapler og Deissmann (Þýzkaland), Cramer (Hol-
land), Raffay (Ungverjaland), Cortabel (Ítalía), Irbe (Lettland),
Greditsch og Koren (Noregur), Bursche og Blan (Pólland),
Walbaum (Rúmenía), Klepp (Serbía), Juan Fliedner (Spánn),
Söderblom (Svíþjóð) og Nuelsen frá Methodistum. Og ekki má
gleyma Svisslendingunum Herold og Keller. Alls voru þátttak-
endur um 100 talsins. Forsetar ráðstefnunnar voru valdir Herold
°g ég.
Við vorum í upphafi áhyggjufullir um, hversu þátltakendur
hinna mismunandi þjóða mundu skipa sér hver gagnvart öðrum.
Mundu koma fram ásakanir eða jafnvel árásir? Eða mundu menn
verða fálegir og kuldalegir hver í annars garð? Auðvitað gáfu
menn hver öðrum strax gætur. En það var aðeins fyrst! I rauninni
má segja, að ráðstefnan hafi liðið án hins minnsta mishljóms.